Fljótleg og æðislega góð oreo ostakaka sem þarf ekki að baka

Recipe by
45 mín
Prep: 15 mín | Cook: 30 mín | Servings: 8 manns

Það er gott að geta gripið í ýmislegt sniðugt til að flýta sér með baksturinn eins og til dæmis þennan oreo bökubotn.

Ég valdi að notast við þriggjalaga oreo kexkökur í þessa uppskrift einfaldlega vegna þess að þær eru hrikalega góðar. Eitt lagið er hvíta klassíska oreo kremið en hitt er súkkulaði, namm! Ef þið finnið það þó ekki í búðum þá notiði endilega hefðbundnar oreo kökur.

Fljótleg og æðislega góð oreo ostakaka sem þarf ekki að baka

Kakan sjálf er einföld að gera og loka útkoman er æðislega bragðgóð.

Fljótleg og æðislega góð oreo ostakaka sem þarf ekki að baka

Fljótleg oreo ostakaka sem þarf ekki að baka, uppskrift:

 • 24 oreo kexkökur
 • 3 msk brætt smjör
 • 230 g rjómaostur við stofuhita
 • 120 g sykur
 • 1 tsk vanilla
 • 200 ml rjómi
 • 6 stk þriggjalaga oreo kexkökur
 • 50 g hvítt súkkulaði
 • 50 ml rjómi

Fljótleg og æðislega góð oreo ostakaka sem þarf ekki að baka

Aðferð:

 1. Myljið kex kökurnar fínt niður og blandið smjörinu saman við. Þrýstið í um það bil 18 cm hringlaga form.
 2. Hrærið rjómaostinn og sykurinn saman.
 3. Bætið vanilludropunum úr í.
 4. Þeytið rjómann.
 5. Bætið rjómanum varlega út í rjómaost blönduna með sleikju.
 6. Skerið 4 stk þriggjalaga oreo kexkökur í 4 búta og bætið þeim út í deigið.
 7. Takið plastið ofan af oreo botninum og hellið deiginu ofan í.
 8. Setjið í frysti í 30 mín ef þið eruð að flýta ykkur en annars getið þið sett kökuna í ísskáp í 3 tíma eða meira.
 9. Bræðið saman hvítt súkkulaði og rjóma, hellið svo yfir kökuna.
 10. Myljið 2 stk þriggjalaga oreo kexkökur mjög fínt og sigtið yfir kökuna.

Fljótleg og æðislega góð oreo ostakaka sem þarf ekki að baka

Fljótleg og æðislega góð oreo ostakaka sem þarf ekki að baka

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5