Fljótleg og holl súrdeigs pizza

Recipe by
20 mín
Prep: 10 mín | Cook: 10 mín | Servings: 2 manns

Mig langar að kynna ykkur fyrir nýja uppáhaldinu mínu. Mér bauðst að smakka alveg snilldar vöru um daginn. Ég var ekki viss um að mér myndi finnast þetta gott en þar sem ég er mjög forvitin um mat ákvað ég að slá til. Þetta er sem sagt súrdeigs hrökkbrauð sem maður notar sem pizzabotn! Trúið mér, þið eigið eftir að vera hissa hversu gott það er ef þið prófið!

Ég er að segja ykkur það, sá sem hannaði þessa vöru er snillingur! Hrökkbrauðið verður mjúkt eins og alvöru pizzabotn þegar það er bakað, algjörlega ótrúlegt!

Ég er 100% hreinskilin í þessari umfjöllun þar sem ég vil að þið vitið nákvæmlega hvað þið eruð að fara út í ef þið prófið. Áferðin er svipuð hefðbundinni þunnbotna súrdeigs pizzu en bragðið er örlítið “hollara” ef þið skiljið hvað ég á við. Þetta er alveg virkilega góður pizzabotn, hollur en fyrst og fremst fljótleg lausn. Það koma 6 pizzubotnar í hverjum pakka og þar sem þetta er hrökkbrauð geymast þeir lengi upp í skáp. Því er mjög handhægt að eiga svona upp í skáp til að grípa í hvenær sem manni langar að borða hollt án þess að hafa mikið fyrir matseldinni. Ég virkilega elska mat sem er hollur, bragðgóður og fljótlegur, þess vegna fær Leksands hrökkpizzubotnarnir fullt hús stiga hjá mér.

Það er eitt trikk til að gera pizzuna sem allra besta, smyrja botninn fyrst með rjómaosti!

_MG_4365

_MG_4375

_MG_4381

_MG_4386

_MG_4393

_MG_4413

Mér persónulega finnst best að hafa holla pizzubotna með hefðbundnu pizzaáleggi, þess vegna valdi ég að setja á pizzuna allt mitt uppáhalds álegg. Ykkar er þó algjörlega valið þegar kemur að áleggi, þetta er aðeins ein hugmynd af endalausum útfærslum.

Fljótleg og holl súrdeigs pizza

 • 1 botn af Leksands hrökkbrauðs pizzubotni
 • 3 msk rjómaostur
 • 3 msk pizzasósa
 • u.þ.b. 4 lúkur rifinn ostur (notaðu eins mikið og þér finnst gott)
 • 2 sneiðar skinka skorin í bita
 • 9-10 pepperóní
 • 2-3 sveppir
 • 15-20 svartar ólífur
 • u.þ.b. 1 msk rjómaostur, dreift yfir pizzuna
 • Svartur pipar
 • Oreganó
 • Hvítlauksolía (2-3 hvítlauksrif pressuð í 1 dl ólífu olíu)

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 215ºC
 2. Smyrjið rjómaostinum yfir allan botninn, smyrjið pizzasósunni yfir.
 3. Dreifið ostinum jafnt yfir og raðið svo álegginu yfir.
 4. Kryddið með svörtum pipar og oreganó.
 5. Bakið í 10-15 mín eða þangað til osturinn er byrjaður að dökkna. Þegar ég er að flýta mér extra mikið þá baka ég pizzuna í 10 mín og læt hana vera í nokkrar sek á grillinu en þá þarf að horfa stöðugt á pizzuna í ofninum.
 6. Dreifið hvítlauksolíu yfir hverja sneið fyrir sig eftir smekk.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_442m2

Njóttu vel!

Þín, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð, en það hefur enganveginn áhrif á álit mitt á vörunni.

Category:

7 Reviews

 1. Bryndís Harðardóttir

  Sæl Linda

  Vá hvað þetta hljómar girnilega, fæ ég þetta hrökkbrauð í Ikea ?

  Star
 2. Linda

  Hæhæ

  Ég hef fengið þetta í Krónunni en botnarnir fást á fleiri stöðum líka, gæti alveg trúað því að IKEA væri með þetta 🙂

  Kveðja Linda

 3. Tinna Þorradóttir

  Auðvelt og þægilegt! Mun klárlega hafa þetta í matinn oftar ????????

  Star
 4. Linda

  Gaman að heyra, takk fyrir að láta mig vita 🙂

 5. Þuríður Linda

  Algjör snilld – og alltaf til botn þegar manni langar í góða pizzu 🙂

  Star
 6. Sif Reynis

  Vakti mikla lukku í boði sem ég hélt, mjög gott, einfalt og þægilegt. Þessi botn verður alltaf til á mínu heimili, mæli með þessu 🙂

  Star
 7. Linda

  Frábært að heyra!

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5