Linda Ben

Fljótleg og ljúffeng ostakaka með salt karamellu hjúp

My sweet deli ostakakan er fullkomin til þess að hafa í eftirrétt þegar tíminn er naumur eða þegar aðstæður til þess að skella í eftirrétt sjálfur eru ekki upp á sitt besta.

my sweet deli ostakaka, tilbúin ostalkaka, fljótlegur eftirréttur

Við fjölskyldan fórum í fyrstu útilegu sumarsins um helgina. Spáin var ekkert sérstök en samt spáð þurru svo við ákváðum að skella okkur. Við erum mikið útilegu fólk og erum meiri hluta sumarins úti á landi annað hvort í útilegu eða sumarbústað, það kemur nánast ekki helgi á sumrin nema við séum úti á landi. Við fórum í hjólhýsi mömmu og pabba sem er afskaplega hlýtt og notalegt svo við vorum ekkert of hrædd um að verða kalt þó svo að veðurspáin hafi ekki verið upp á sitt besta.

my sweet deli ostakaka, tilbúin ostalkaka, fljótlegur eftirréttur

Þegar við vorum svo mætt út í sveitina beið okkur sól og blíða, svona inn á milli, og 100% betra veður en veðurspáin sagði til um. Við grilluðum nautakjöt í aðalrétt en í eftirrétt vorum við með þessa ótrúlega ljúffengu ostaköku frá My sweet deli.

my sweet deli ostakaka, tilbúin ostalkaka, fljótlegur eftirréttur

My sweet deli ostakökurnar eru alveg frábærar og snilldar lausn þegar kemur að einföldum eftirrétt. Það eina sem þarf að gera er að taka þær úr frystinum 2-3 tímum áður en þær eiga að vera borðaðar, skreyta þær að vild og njóta!

my sweet deli ostakaka, tilbúin ostalkaka, fljótlegur eftirréttur

Botninn er úr bragðgóðu og stökku kexi, ostaköku fyllingin er silkimjúk og ljúffeng.

my sweet deli ostakaka, tilbúin ostalkaka, fljótlegur eftirréttur

Þar sem sölt karamella er minn helsti veikleiki ákvað ég að bræða nokkrar saltar karamellur og setja ofan á kökuna. Því næst setti ég fersk og safarík brómber ofan á kökuna, bræddi hvítt súkkulaði og skreytti með því og toppaði kökuna með grófu lakkrísdufti. Eins og þið getið rétt ýmindað ykkur þá var útkoman algjör bomba!

my sweet deli ostakaka, tilbúin ostalkaka, fljótlegur eftirréttur

Þar sem ég hef í gegnum tíðina prófað nokkrar tilbúnar kökur tók ég sérstaklega eftir því hversu auðvelt það var að fjarlægja kökuna úr bakkanum sem hún kom í. Oft eiga tilbúnar kökurnar það nefninlega til að vera fastar í bakkanum og maður á enga leið til þess að bera þær fram í öðru en bakkanum (og vera augljóslega að bera fram tilbúna pakka köku). Ég kunni því virkilega vel að meta það hversu auðvelt var að taka kökuna úr bakkanum, setti kökuna á fallegan kökudisk og eyddi svo sönnunargögnunum.

my sweet deli ostakaka, tilbúin ostalkaka, fljótlegur eftirréttur

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð en það hefur ekki áhrif á frásögn mína.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5