Fljótlegir og bragðgóðir burrito sem öll fjölskyldan elskar

Recipe by
30 mín
| Servings: 4 manns

Það sem ég elska mexíkóskan mat! Það er svo einfalt að útbúa hann til og fljótlegt, bragðmikill, einfalt að lauma inn í réttina fullt af grænmeti svo er maturinn bara eitthvað svo djúsí og unaðslegur.

Ég ákvað að búa til fyllinguna í einni pönnu til að hafa þetta sem allra einfaldast, plúsinn við það er einnig að brögðin sameinast á pönnunni og búa til eina glimrandi góða heild.

Leynitrixið mitt er að setja Lava Cheese inn í vefjurnar, það gefur svo ótrúlega gott bit (e. crunch). Það virkar á svipaðan hátt og að setja snakk inn í vefjurnar nema hvað það blotnar ekki og verður seigt eins og snakkið, einnig er það kolvetnalaust og mikið hollara.

Einfaldir og bragðgóðir burrito uppskrift

Einfaldir og bragðgóðir burrito uppskrift

Einfaldir og bragðgóðir burrito uppskrift

Einfaldir og bragðgóðir burrito uppskrift

Ég greip á það ráð að setja burritoana í eldfast mót, með sárið niður og bar þá þannig fram á borðið, það einfaldaði lífið töluvert.

Einnig mæli ég líka með að hafa lime sneiðar og avocadó sósu með, það er svo ótrúlega gott!

Einfaldir og bragðgóðir burrito uppskrift

Einfaldir og bragðgóðir burrito uppskrift

Einfaldir og bragðgóðir burrito

 • 1 ½ dl brún hrísgrjón
 • ½ rauðlaukur
 • 1 rauð paprika
 • 250 g nautahakk
 • 2 msk taco kryddblanda
 • ¼-½ tsk þurrkað chillí, ef þú vilt hafa burritóinn sterkan, annars má sleppa.
 • 1 dós svartar baunir
 • 1 dós niðursoðnir tómatar, skornir niður
 • Lava Cheese með chillí
 • Rifinn pizza ostur
 • 4 heilhveiti vefjur, stórar
 • avocadó sósa
 • Ferskt kóríander

Aðferð:

 • Byrjað er á því að sjóða hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum.
 • Skera svo laukinn smátt niður og steikja hann á heitri pönnu með olíu. Næst er paprikan skorin niður og steikt örlítið með lauknum. Hakkinu er svo skellt á pönnuna líka með 2 msk af taco kryddblöndu. Hakkið er steikt í gegn, svo er baununum og tómötunum bætt líka út á pönnuna, öllu hrært saman og soðið í nokkrar mín saman þar til mest allur vökvinn hefur gufað upp.
 • Setjið 2 msk af hrísgrjónum á hverja vefju og skiptið svo hakkblöndunni á milli vefjanna, myljið 3-4 lava cheese í lófanum og setjið yfir ásamt pizza osti, gott að setja líka svolítið af fersku kóríander. Vefjið vefjunum upp, fyrst meðfram hliðunum og svo endana báða upp og í miðju. Það getur verið gott að raða burritóunum í eldfast mót, með opnanlegu hliðina niður og bera þannig fram á borðið.
 • Það er svo æðislega gott að hafa avocadó sósu með en uppskriftina finnið þið hér.

Einfaldir og bragðgóðir burrito uppskrift

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Einfaldir og bragðgóðir burrito uppskrift

Njóttu vel!

Þín, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð en það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunni.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5