Linda Ben

Fljótlegur og gómsætur vegan karrýréttur

Recipe by
30 mín
| Servings: 3 manns

Þennan grænmetisrétt tekur enga stund að gera og er mjög einfaldur. Innihaldefnin eru þannig að flestir eiga þau til í búrskápnum hjá sér öllum stundum, fyrir utan kóríanderið mögulega en það er gott að eiga í blómapotti heima og rækta það sjálfur.

Þessi grænmetisréttur varð alveg óvænt vegan hjá mér sem er aldrei verra. Karrýbragðið nýtur sín vel og tómatanir passa fullkomlega með. Ef þið viljið hafa réttinn aðeins matarmeiri þá mæli ég með að steikja naan brauð með en þið finnið einfalda naan brauðs uppskrift hér

_MG_0083

_MG_0084

_MG_0087

_MG_0101

Fljótlegur og gómsætur vegan karrýréttur

  • 2 dl brún hrísgrjón
  • 4 dl vatn
  • klípa af salti
  • 1 laukur
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 1-2 msk rautt karrý mauk
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 dós kjúklingabaunir, hellið vatninu frá og skolið
  • 1-2 msk soja sósa
  • U.þ.b. 1 lúka af kirsuberja tómötum eða öðrum litlum tómötum
  • Kóríander búnt

Aðferð:

  1. Setjið hrísgrjónin í pott með vatni og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
  2. Skerið niður laukinn og steikið hann á pönnu með olíu á meðal lágum hita þangað til laukurinn verður glær.
  3. Skerið hvítlaukinn niður og steikið hann líka á pönnunni, setjið nánast strax út í á pönnuna karrý maukið og steikið með lauknum. Hellið kókosmjólkinni út á pönnuna og blandið öllu vel saman.
  4. Bætið hreinsuðu kjúklingabaununum út í réttinn, smakkið réttinn til, bætið salti eftir smekk. Ef þið viljið hafa réttinn ykkar sterkan getiði sett aðra teskeið af karrýmauki. Setjið einnig soja sósu útí eftir smekk.
  5. Skerið niður kirsuberjatómata eða aðra litla tómata í helminga, setjið út í réttinn og látið þá hitna vel ofan í pottinum áður en þið berið réttinn fram.
  6. Berið réttinn fram með hrísgrjónunum og nóg af fersku kóríander.

_MG_0101

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5