Linda Ben

GJAFALEIKUR – Sterku og góðu Pyrex Cook&Go boxin sem nota má í nánast allt

Ég hef undanfarið verið að nota Pyrex Cook&Go boxin í allt mögulegt þar sem þau eru mjög þægileg. Pyrex glerið er einstaklega sterkt, það má bara í ofn, örbylgju, frysti og uppþvottavél.

Pyrex box færsla, staflanleg geymslubox, einföld laxa uppskrift

Það að hægt sé að setja mat í eitt box sem má frysta, setja í örbylgju og ofn opnar alveg ótrúlega margar dyr og gerir matseldina svo miklu einfaldari.

Sem dæmi má nefna að hægt er að kaupa stóran bakka af kjúklingabringum eða fisk, fyrsta hluta af þeim í boxinu, setja svo á afþíðingu í örbylgju, marinera og baka svo í ofninum allt án þess að þurfa að færa matinn úr upprunalega boxinu! Einfaldara gerist það varla!

Pyrex box færsla, staflanleg, ofnheld, frostheld geymslubox, einföld laxa uppskrift

Pyrex boxin eru fullkomlega loftþétt og leka ekki sem gera það að verkum að það er hægt að setja þau í tösku og ferðast með þau auðveldlega án þess að hafa áhyggjur. Fullkomið fyrir þá sem vilja útbúa mat heima og taka með sér í nesti hvert sem er. Til dæmis í vinnu, ferðalagið eða bara út á grasblett til þess að njóta matarins út í sólinni.

Pyrex box færsla, staflanleg, ofnheld, frostheld geymslubox, einföld laxa uppskrift

Það sem mér þykir ekki síður mikilvægt er að boxin eru staflanleg! Þá á ég við að þú getur geymt eitt box með lokinu og öllu inn í öðru boxi og smellt svo lokinu á það! Ég er bara þannig að ég elska þann eiginleika alveg í tætlur þar sem mér finnst ekkert leiðinlegra að eiga flott box og tína lokinu. Ég hef því vanið mig á það að gera það alltaf þegar boxin koma úr uppþvottavélinni að smella þeim saman, lífið er bara svo miklu einfaldara þannig.

Pyrex box færsla, staflanleg geymslubox, einföld laxa uppskrift

Lokin innihalda ekki BPA eða önnur óæskileg plastefni. Það er mjög sterkt og er með reit til þess að merkja með túss til dæmis innihald og dagsetningu eða nafn þess sem á innihaldið.

Hægt er að fá boxin í fjölmörgum stærðum en þau sem ég nota mest eru hringlaga 0,7 l, kassalaga 1,7 l og 0,8 l. Pyrex Cook&Go boxin fást í Hagkaup.

Pyrex box færsla, einföld laxa uppskrift

Vegna þess hve hrifin ég er af Pyrex Cook&Go boxunum langar mig að gleðja lesenda hér á blogginu með uppáhalds boxunum mínum. Það sem þarf að gera til þess að vinna þessi frábæru box er að líka við Facebook síðu Lindu Ben og fylgja mér á Instagram

Ég mun svo draga úr leiknum fimmtudaginn 7. júní

Þangað til næst.

Þín, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5