Grænmetis snitsel með baunabelgjum, gulrótum og fetaosti – Anamma viku samantekt

Ég sagði ykkur frá því í seinustu viku að ég ætlaði að sleppa kjöti í fimm daga og borða bara anamma vegan kjötvörur. Ég fór þó ekki svo langt að gerast vegan þessa daga en ég sleppti kjöti alfarið.

Ég borðaði anamma alla dagana, annað hvort í kvöldmat eða hádegismat ef ég var að fara gera eitthvað annað um kvöldið. Ég deildi öllu ferlinu í Story á Instagram en ég hef núna sett efnið í highlights sem heitir Anamma á Instagraminu mínu.

Það sem mér finnst eftir að hafa kynnst vörunum í heila viku er að það sem einkennir vörurnar er einfaldleiki og hve maður er fljótur að elda. Auðvitað er hægt að elda flókna og langa rétti með vörunum en þetta er samt kjörið til þess að nýta þegar tíminn er naumur.

Vörurnar eru allar ótrúlega bragðgóðar, áferðin er merkilega lík kjöti og útlitið líka, sem skiptir ekki síður máli.

anamma vika, vegan snitsel með baunabelgjum, gulrótum og fetaosti

Fyrir mig sem er ekki (ennþá) grænmetisæta, vegan eða með óþol, þá sækist ég í vegan vörur þar sem þær eru yfirleitt hollari fyrir okkur, hollari fyrir umhverfið og auðvitað sú staðreynd að ekki þurfi að fórna dýri til þess að fylla magamál mitt og fjölskyldu minnar.

Ég mun áfram elda Anamma vörur fyrir okkur fjölskylduna og hvet þig til þess að smakka þar sem ég er alveg handviss um að þessar vörur eigi eftir að koma þér skemmtilega á óvart.

Við vorum með þetta grænmetis snitsel í kvöldmatinn um daginn þegar við vorum í rólegheitunum en vildum samt elda eitthvað afar einfalt. Þetta mun eflaust koma til með að vera einfaldasta uppskriftin á blogginu en það er líka nauðsynlegt og skemmtilegt að deila með sér ofur einföldu uppskriftunum.

anamma vika, vegan snitsel með baunabelgjum, gulrótum og fetaosti

anamma vika, vegan snitsel með baunabelgjum, gulrótum og fetaosti

Grænmetis snitsel með baunabelgjum, gulrótum og fetaosti:

  • Anamma snitsel
  • 3 gulrætur
  • 200 g baunabelgir
  • ólífu olía
  • salt, pipar og chillí flögur
  • feta ostur

Aðferð:

  1. Bakið snitselið inn í ofni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
  2. Skerið gulræturnar í strimla og setjið á pönnu með baunabelgjunum og ólífu olíu, kryddið. Steikið við meðal hita í 7-10 mín þangað til grænmetið er orðið mjúkt.
  3. Setjið snitselið með á pönnuna, setjið fetaostinn yfir, með olíunni, leyfið honum að bráðna smá og setið svo á diska.

anamma vika, vegan snitsel með baunabelgjum, gulrótum og fetaosti

Þessi færsla er kostuð en hugmyndin að henni og umfjölluninni á Instagram er alfarið mín og því hefur það að sjálfsögðu engin áhrif á umfjöllun mína.

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5