Linda Ben

Hágæða grískar pítur með nautahakki og heimagerðri pítusósu

Pítur eru einn þægilegasti kvöldmatur sem hægt er að útbúa. Það tekur enga stund að setja saman í þennan rétt sem er stútfullur af hollu grænmeti og nautahakki.

Hágæða grískar pítur með nautahakki:

  • 1 pakki nautahakk
  • 1 tsk pipar
  • 1 tsk salt
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 tsk oregano
  • 4 pítubrauð
  • 1/2 gúrka skorin í litla bita
  • 1/2 gul paprika skorin í litla bita
  • u.þ.b. 8 kálblöð að eigin vali
  • 1/2 krukka fetaostur
  • pítusósa (sjá uppskrift neðar)

Aðferð:

  1. Skerið hvítlaukinn smátt niður.
  2. Steikið hakkið með hvítlauknum, kryddið með salt, pipar og oreganó.
  3. Skerið grænmetið smátt niður
  4. Ristið pítubrauðin þangað til þau verða gullinbrún.
  5. Raðið grænmeti og hakki inn í skorin pítubrauðin ásamt ostinum og sósu.

_MG_7912

Pítusósa:

  • 1 bolli grískt jógúrt
  • 2 msk sítrónusafi
  • 2 msk majónes
  • 1/2 bolli ferskt dill, skorið smátt niður
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllum innihaldsefnum vel saman og smakkið til með salt og pipar.

_MG_7920

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5