Heimsins besta og auðveldasta karamellu sósan

Recipe by
5 mín
| Servings: u.þ.b. 1,5 dl

Ég elska karamellu sósur og nota karamellu mikið í mínum uppskriftum. Ég hef fengið margar fyrirspurnir um hvernig er hægt að gera auðveldari útfærslu af karamellu sósu þar sem það eru ekki alveg allir sem treysta sér í þessa hér.

_MG_2926

Þessa karamellu sósu geta allir gert! Þú þarft aðeins 2 hráefni og 5 mínútur. Það besta er þó að hún er alveg ótrúlega góð!

_MG_2931

Fjólubláau Walker’s karamellurnar eru í uppáhaldi hjá mjög mörgum en ég hef elskað þessar karamellur frá því að ég smakkaði þær fyrst. En ef þið munið ekki alveg hvernig þær eru þá eru það þessar með súkkulaðinu inn í, þessar rugl góðu, verðið bara að smakka ef þið hafið ekki gert það ennþá. Það að gera sósu úr þessum karamellum er því aldrei að fara klikka og passar virkilega vel með allskonar desertum.

_MG_2928

Það eru ótal tækifæri og hugmyndir til að nota karamellusósu. Til dæmis er þetta hreint út sagt dásamleg sósa út á ís, yfir kökur, í ýmsar aðrar uppskriftir sem kalla á karamellu sósur eins og til dæmis þessar hér:

Salt karamellu smákökur með hvítum súkkulaðibitum

Engifer smákökur fylltar með salt karamellu smjörkremi

Panna Cotta með saltri karamellu og gylltri makkarónu frá Makkaronur.is

Salt karamellu ostakaka sem uppfyllir alla helstu drauma um fullkominn eftirrétt!

Nutella lava kaka með saltri karamellu miðju

_MG_2931

Auðveld og góð karamellu sósa

  • 15 fjólubláar Walker’s karamellur
  • 1 dl rjómi

Aðferð:

  1. Setjið karamellurnar í pott ásamt rjómanum og bræðið saman við meðal lágan hita, látið ekki sjóða.
  2. Hellið karamellunni í krukku. Hægt er að geyma karamelluna inn í ísskáp í að minnsta kosti viku.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_2928

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5