Ísköld og afar svalandi rósavíns sangría

Eitt sem ég kann svo ótrúlega vel við þegar ég fer til Spánar er að fá mér sangríu og ferðast því alltaf smá til Spánar huganum þegar ég fæ mér Sangríu hér heima.

Lolea rósavín sangría

Lolea rósavín sangría

Seinasta haust vorum við á Spáni, í Barcelona, og þá fórum við á veitingastað sem heitir Casa Lolea en það er veitingastaður sem sérhæfir sig í tapasréttum, og það ekkert smá góðum tapasréttum! Ég hef skrifað um þann stað áður hér á blogginu því þar fékk ég meðal annars heimsins besta truflu risottó. Casa Lolea er veitingastaður sem er í eigu Lolea sem framleiðir alveg dásamlegar sangríur, því var hægt að smakka allar sangríurnar þeirra þar. Rósavíns aðdáandinn ég rósavíns sangríu og klassísku rauðvíns sangríuna, báðar ótrúlega góðar eins og við var að búast.

Lolea rósavín sangría

Lolea rósavín sangría

Í sumar sá ég svo að rósavíns sangrían væri komin í ríkið. Það þarf ekki að blanda neinum ávöxtum eða neinu öðru í sangríurnar frá Lolea, bara klökum, en mér finnst alltaf skemmtilegt að setja eithvað smá útí, þó það sé ekki nema smá mynta. Viðurkenni þó að það er meira fyrir augað og finnst mér það skemmtilegt.

Lolea rósavín sangría

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5