Kaffi Power shake – súkkulaði og kaffi prótein drykkur

Þessi uppskrift hefur verið lengi í þróun hjá mér og loksins er komið að því að deila henni með ykkur. Ég lofa að þessi drykkur er algjört nammi!!

Power shake súkkulaði og kaffi prótein drykkur

Ég vil helst hafa alla sjeikana mína frekar þykka og rjómakennda og þessi er akkurat þannig, mér finnst ég fá bestu maga fyllinguna af þannig drykkjum.

Power shake súkkulaði og kaffi prótein drykkur

Súkkulaði haframjólkin frá Oatly gefur drykknum einstaka mýkt og gott bragð. Mjólkin er rík af næringarefnum, t.d. d- og b-vítamínum og kalki. Því er súkkulaði mjólin fullkomin til þess að taka með sér í nesti eða bara þegar manni langar í súkkulaðimjólk sem er án laktósa og er vegan.

Þessi kaffi súkkulaði drykkur er einstaklega bragðgóður en hann minnir helst á súkkulaði sjeik úr ís. Drykkurinn orkugefandi, og áferðin er virkilega rjómakennd, hann fyllir vel í maga og heldur manni söddum í marga klukkutíma.

Kaffi Power shake – súkkulaði og kaffi prótein drykkur:

  • 1 dl frosið mangó
  • ½ avocadó
  • 1 skeið súkkulaðiprótein (einn skammtur, sjá umbúðir)
  • 1 msk möndlur
  • 1 msk goji ber
  • 1 skot expresso
  • 250 ml hafra súkkulaði mjólk frá Oatly
  • Fullt af klökum

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefni í blandara og blandið vel.

Power shake súkkulaði og kaffi prótein drykkur

Þessi færsla er kostuð.

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5