Linda Ben

Klúbb vefja með kalkúna áleggi, hvítlauks steiktum sveppum og grænmeti – frábær nestis hugmynd!

Recipe by
15 mín

Þessar vefjur eru alveg æðislega góðar! Þær henta fullkomlega sem hádegismatur, sem nesti eða léttur kvöldmatur. Það er mjög einfalt að smella þeim saman, engin framandi innihaldsefni eða neitt flókið, heldur er þetta einfaldleikinn upp málaður, sem hittir svo sannarlega beint í mark!

Klúbb vefja, nestis hugmynd, lhádegismatur eða léttur kvöldmatur

Klúbb vefja með kalkúna áleggi, hvítlauks steiktum sveppum og grænmeti

  • Vefjur
  • Majónes
  • Milt gult sinnep
  • Beikon (má sleppa)
  • Kalkúna álegg
  • Ostur
  • Sveppir
  • 1 hvítlauksgeiri
  • Ólífu olía
  • Ferkst salat
  • Gúrka
  • Tómatur

Aðferð:

  1. Steikið beikonið eða bakið í ofni þar til það er tilbúið.
  2. Skerið sveppina og steikið upp úr olíu þar til þeir eru nánast tilbúnir. Rífið hvítlaukinn niður og bætið á pönnuna, steikið í 1-2 mín og takið svo af pönnunni.
  3. Setjið kalkúna áleggið á pönnuna og bætið ost sneiðum á áleggið, hitið þar til osturinn er bráðnaður.
  4. Smyrjið veglegu magni af majónesi á vefjurnar og svolítið af sinnepi. Raðið salatinu fyrst og svo beikoni, kalkúna álegginu og sveppunum á vefjurnar. Skerið gúrkuna og tómatana í bita og raðið ofan á, lokið vefjunum og festið saman með tannstöngli eða einhverju álíka.

Klúbb vefja, nestis hugmynd, lhádegismatur eða léttur kvöldmatur

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5