Lakkrístoppar með hvítu toblerone

Recipe by
45 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Innnes | Servings: u.þ.b. 40 kökur

Um daginn var ég að ræða við eina sem er mikil áhugakona um lakkrístoppa og bakar þá hver jól. Hún sagði mér að hún setur alltaf hvítt súkkulaði í lakkrístoppana sína, ég varð alveg ástfangin af þessari hugmynd hennar og varð að prófa sjálf.

Hvíta Toblerone súkkulaðið er mitt allra uppáhalds hvíta súkkulaði og ég hugsaði að það yrði örugglega fullkomið í lakkrístoppana, sem það algjörlega var!

Ef þið hélduð að lakkrístoppar gætu ekki orðið betri þá verðið þið að prófa lakkrístoppa með hvítu Toblerone! ????????

Lakkrístoppar með hvítu toblerone

Lakkrístoppar:

  • 3 eggjahvítur
  • 200 g púðursykur
  • 150 g Hvítt Toblerone
  • 150 g súkkulaðihjúpað lakkrískurl

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum, stillið á 150°C og undir yfir hita.
  2. Þeytið eggjahvíturar og þegar mjúkir toppar hafa myndast bætið þá sykrinum hægt og rólega út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar.
  3. Bætið súkkulaðinu og lakkrískurlinu út í, blandið varlega saman við með sleikju.
  4. Notið tvær teskeiðar til þess að móta toppana, passið að hafa ágætis pláss á milli þar sem topparnir stækka í ofninum.
  5. Bakið í 15-20 mín.

Lakkrístoppar með hvítu toblerone

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5