Litríkt og fljótlegt salat með laxi

Recipe by
15 mín
| Servings: 4 manns

Mér gafst það tækifæri að smakka lax frá Reykjavík Foods sem er ný matvara á markaði. Laxinn kemur í niðursuðu dós en ekki láta það blekkja ykkur og halda að hér sé á ferðinni eitthvað annað en hágæða matur. Ein matvara hefur sjaldan komið mér jafn mikið á óvart.

Laxinn er veiddur á Vestfjörðum, er hægvaxta og hefur aldrei komist í návisti við sýklalyf. Laxinn fer ferskur í dósina, kryddaður með ferskjum jurtum og salti frá Saltverki, svo er hann hægeldaður í dósinni.

Laxinn frá Reykjavík Foods er ólíkur öllum niðursuðuvörum sem ég hef smakkað áður. Hér er algjör gæðavara á ferð sem er svo ótrúlega handhæg og holl. Alveg frábær leið til að stytta sér leið í matargerðinni án þess að það komi niður á bragði og gæðum.

_MG_8315

_MG_8319

Litríkt og fljótlegt salat með laxi:

  • 4 góðar lúkur þvegið og þerrað spínat
  • ¼ haus rauðkál, skorinn niður í grannar lengjur
  • Gul paprika, skorin í grannar lengjur
  • Avocadó skorið í litla bita
  • 1 askja berja tómatar
  • 2 dósir lax frá Reykjavik Foods með trufflum
  • Salt og pipar
  • Safi úr ½ lime

Aðferð:

  1. Skerið grænmetið niður og dreifið því á frekar stóran disk eða skál.
  2. Opnið dósirnar og setjið laxinn út á, kryddið með pipar og smá salti, kreystið lime yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

_MG_8319

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5