Linda Ben

Litríkt takkó með djúpsteiktum fisk sem tekur bragðlaukana á flug!

Recipe by
40 mín
Prep: 20 mín | Cook: 20 mín | Servings: 4 manns

Frá því að ég smakkaði fiski takkó fyrst á Cheesecake Factory í Bandaríkjunum seinasta vor hefur mig dreymt um að útbúa það sjálf. Ég varð gjörsamlega ástfangin af þessum rétt. Svo litríkur, bragðgóður og djúsí!

Þetta fiski takkó gefur Cheesecake Factory ekkert eftir hvað varðar þessa þætti. Ótrúlega gómsætt og fallegt.

Ef þið eruð að leita af besta fiskrétt allra tíma, þá ættuð þið að prófa þennann!

Litríkt takkó með djúpsteiktum fisk sem tekur bragðlaukana á flug, uppskrift

Litríkt takkó með djúpsteiktum fisk sem tekur bragðlaukana á flug, uppskrift

Litríkt takkó með djúpsteiktum fisk sem tekur bragðlaukana á flug, uppskrift

Regnboga hrásalat, uppskrift:

  • 1/2 haus rauðkál, smátt skorinn
  • 1/2 haus kínakál, smátt skorinn
  • 3 gulrætur, skrældar og rifnar
  • 1 dl smátt saxað kóríander
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 2 msk sýrður rjómi
  • 2 msk majónes

Litríkt takkó með djúpsteiktum fisk sem tekur bragðlaukana á flug, uppskrift

Aðferð:

  1. Skreið allt grænmetið smátt niður og blandið saman í skál
  2. Kreistið 1/2 sítrónu yfir.
  3. Setjið sýrðan rjóma og majónes út á salatið og blandið vel saman.

Litríkt takkó með djúpsteiktum fisk sem tekur bragðlaukana á flug, uppskrift

Litríkt takkó með djúpsteiktum fisk sem tekur bragðlaukana á flug, uppskrift

Djúpsteiktur fiskur, uppskrift:

  • 800 g þorskur skorin í bita
  • 400 ml djúpsteikingarolía
  • 1 bolli hveiti
  • 3 msk kornsterkja
  • 1 msk matarsódi
  • 2 tsk salt
  • 2 tsk cumin krydd
  • 2 tsk papriku krydd
  • 2 tsk hvítlauks krydd
  • 1 tsk cayenne krydd
  • 1 tsk svartur pipar
  • 1 bolli vatn

Aðferð:

  1. Skerið þorskinn í bita, þurrkið hann svo með eldhúspappír.
  2. Blandið saman í skál öllum þurrvörunum og kryddum. Setjið vatnið út í og hrærið þangað til blandan verður kekklaus.
  3. Hitið olíuna þangað til hún nær 175°C (best að mæla með matvæla hitamæli en annars er hægt að mæla hitastigið með því að setja lítinn bút af fiski ofan í olíuna og ef það sýður með fram fiskinum og hann flýtur strax á yfirborðið þá er olían nógu heit)
  4. Hafið bakka með eldhúspappír tilbúinn nálægt til að setja fiskinn á þegar hann er tilbúinn.
  5. Setjið nokkra fiskibita ofan í deigið. Steikið eins marga búta í einu og þið komist upp með, ég var með 3-4 búta í pottinum í einu, gott að byrja með fáa í einu en auka svo þegar færnin er komin. Fiskurinn þarf að steikjast í um það bil 3-4 mín, fer eftir stærð. Setjið fiskinn á bakkann með eldhúspappírnum.

Raðið svo hrásalatinu og fiskinum ofan á mjúkar vefjur, það er svo mjög gott að setja smá maukað avocadó, sýrðan rjóma, mylja smá pipar og kreista lime yfir.

Litríkt takkó með djúpsteiktum fisk sem tekur bragðlaukana á flug, uppskrift

Litríkt takkó með djúpsteiktum fisk sem tekur bragðlaukana á flug, uppskrift

Njótið vel!

Ykkar, Linda

Öll innihaldsefni í þessa uppskrift fást í Kosti.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5