Linda Ben

Moscow Mule Kokteill

Þessi ferski og góði drykkur er einfaldur að útbúa. Mér finnst Bundaberg engiferölið best, ég einfaldlega helli smá vodka út í það og svo safa úr sítrusávexti að eigin vali. Margir setja lime safa í Moscow Mule en mér finnst jafnvel betra að setja blöndu af appelsínu og sítrónu safa. Endilega notið það sem þið eigið til!

Hefð er fyrir því að bera fram Moscow Mule í kopar bolla en það er þó alls engin regla.

Moscow Mule Kokteill

Moscow Mule

  • 4,5 cl vodka
  • 1,5 cl safi kreistur úr appelsínum eða sítrónum (má líka vera blanda)
  • U.þ.b. 1,5 dl Bundaberg engiferöl
  • Klakar
  • Sítrónu eða appelsínusneið

Aðferð:

  1. Setjið vodka og appelsínu/sítrónu safa í kokteilglas.
  2. Fyllið glasið af muldum klökum.
  3. Hellið engiferöli yfir og setjið appelsínu eða sítrónusneið út á.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Moscow Mule Kokteill

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Bundaberg engiferölið fæst í Kosti

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5