Ofur einfalt Panna Cotta

Recipe by
3 tímar og 30 mín
Prep: 30 mín | | Servings: 4 manns

Ég er nokkuð viss um að þetta sé einfaldasta panna cotta uppskrift fyrr og síðar. Þetta snýst einfaldlega um að bræða nammi í rjóma og láta það stirðna í fallegum glösum.

einfalt, fljótlegt, pannacotta, tvö innihaldsefni, bilar

Þessi réttur heillar fullorðna jafnt sem börn alveg upp úr skónum, enda mjög fallegir litir í honum og mjög bragðgóður.

einfalt, fljótlegt, pannacotta, tvö innihaldsefni, bilar

einfalt, fljótlegt, pannacotta, tvö innihaldsefni, bilar

einfalt, fljótlegt, pannacotta, tvö innihaldsefni, bilar

einfalt, fljótlegt, pannacotta, tvö innihaldsefni, bilar

Ég nota sænska nammið bilar í þessa uppskrift. Þessi uppskrift miðast við 4 kokteilglös, sem er alveg full desert stærð. Það er þó hægt að nota hvernig glös sem er til dæmis ef þú vilt hafa eftirréttinn minni. Ef ég væri að gera þennan rétt fyrir börn þá myndi ég velja mikið minni glös en ég nota hér.

einfalt, fljótlegt, pannacotta, tvö innihaldsefni

Ofur einfalt panna cotta

  • 1½ poki Bilar nammi
  • 900 ml rjómi

Aðferð:

  1. Flokkið bilar nammi eftir litum.
  2. Takið 45 hvíta bila og setjið í pott ásamt 3 dl af rjóma, bræðið saman á vægum hita þangað til blandað verður alveg kekk laus. Hellið tæpum 1 dl í hvert kokteilglas og geymið glasið inn í kæli í um það bil 1 klst.
  3. Þegar hvíti hlutinn hefur stirðað endurtakið skref 2 fyrir grænu bilana og svo klukkutíma seinna en það þá endurtakið þið skref 2 fyrir bleiku bílana.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

einfalt, fljótlegt, pannacotta, tvö innihaldsefni, bilar

Njóttu vel!

Þín, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5