Oreo Crumbs Ostakaka með Toblerone toppi

Oreo Crumbs Ostakaka með Toblerone toppi.

Þessi Oreo Ostakaka er alveg æðislega góð! Stökkur Oreo botn, mjúk ostaköku fyllingin með Oreo crumbs bitum í og ljúffengur Toblerone toppur setur punktinn yfir i-ið.

Þessi kaka er ekki bara ljúffeng helduru líka mjög einföld. Hún hentar mjög vel til þess að gera með góðum fyrirvara.

Oreo Crumbs Ostakaka með Toblerone toppi

Oreo Crumbs Ostakaka með Toblerone toppi

Oreo Crumbs Ostakaka með Toblerone toppi

Oreo Crumbs Ostakaka með Toblerone toppi

 • 4 dl Oreo Crumbs
 • 75 g brætt smjör
 • 400 ml rjómi
 • 300 g Philadelphia rjómaostur
 • 200 g flórsykur
 • 2 dl Oreo Crumbs
 • 200 g Toblerone
 • 1 dl rjómi

Aðferð:

 1. Maukið saman Oreo Crumbs og smjör.
 2. Smyrjið 20 cm smelluforms hring og klæðið hringinn með smjörpappír og leggið á kökudisk. Setjið Oreo maukið inn i hringinn og þrýstið fast niður, setjið í frysti.
 3. Þeytið rjómann.
 4. Hrærið saman rjómaost og flórsykur og blandið varlega saman við rjómann með sleikju. Bætið Oreo Crumbs út í og blandið saman við með sleikju. Hellið ofan á Oreo botninn, sléttið og setjið í frystinn.
 5. Bræðið saman Toblerone og rjóma og hellið ofan á ostakökuna, sléttið og setjið aftur í frysti. Frystið í amk. 4-6 klst en helst yfir nótt. Takið út 1-2 klst áður en kakan er borðuð.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Oreo Crumbs Ostakaka með Toblerone toppi

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5