Oreo Crumbs súkkulaðikaka

Recipe by
2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Innnes

Oreo súkkulaðikaka er skemmtilegur snúningur á klassísku súkkulaðikökuna. Oreo crumbs hafa verið bætt í bæði kökuna sjálfa og kremið sem kemur með stökkan eiginleika í hvoru tveggja og gott bragð.

Oreo súkkulaðikaka

Oreo súkkulaðikaka

Oreo súkkulaðikaka

Nákvæmt uppskriftarmyndband finnur þú hér

Oreo súkkulaðikaka

 • 2 dl bragðlaus olía
 • 3 egg
 • 3 dl súrmjólk
 • 4 dl hveiti
 • 1 dl kakó
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 ½ tsk matarsódi
 • 1 tsk salt
 • 4 dl sykur
 • 2 dl Oreo crumbs

Oreo súkkulaðikrem

 • 300 g smjör
 • 100 g Philadelphia rjómaostur
 • 500 g flórsykur
 • 1 dl kakó
 • 1 dl rjómi
 • 2 dl Oreo Crumbs

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir.
 2. Blandið saman olíu, eggjum og súrmjólk.
 3. Í aðra skál blandið saman hveiti, kakó, lyftidufti, matarsóda og sykur, bætið því svo út í eggjablönduna og hrærið.
 4. Bætið Oreo crumbs út i og blandið saman.
 5. Smyrjið tvö 20 cm smelluform og skiptið deiginu á milli formanna, bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
 6. Kælið botnana og útbúið kremið á meðan.
 7. Þeytið smjör þar til létt og loftmikið, bætið rjómaostinum út í hrærið. Bætið flósykrinum og kakóinu saman við og þeytið. Bætið þá rjómanum saman við og þeytið. Bætið Oreo Crumbs út í og þeytið.
 8. Setjið fyrsta botninn á kökudisk og 1/3 af kreminu ofan á hann, setjið seinni botninn ofan á og hjúpið kökuna með kreminu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Oreo súkkulaðikaka

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5