Dúnamjúkir súkkulaði Oreo ostaköku kleinuhringir

Recipe by
Prep: 1 klst | Cook: 4 klst | Servings: 10 stk

Þessir ostaköku kleinuhringir eru þeir mýkstu sem ég hef smakkað! Áferðin á ostakökunni sjálfri er eins og silki og eitt af því sem þegar þú hefur smakkað þá er ekki möguleiki á að hætta að borða.

Að sjálfsögðu þurfa þetta ekki að vera kleinuhringir, það er hægt að nota sömu uppskrift til þess að gera mini ostakökur (nota muffinsform) og svo venjulega ostaköku (nota 20 cm smelluform) þannig alls ekki láta það að þú eigir ekki kleinuhringjaform stoppa þig í að smakka þessa himnasendingu!

Oreo ostaköku kleinuhringir vegan

Oreo ostaköku kleinuhringir vegan

Oreo ostaköku kleinuhringir vegan

Þessi uppskrift notast við engar mjólkurvörur heldur rjómaost og sýrðan rjóma úr haframjólk. Því hentar uppskriftin þeim sem eru með mjólkuróþol, öllum þeim sem vilja minnka mjólkurneyslu og vegan.

Oreo ostaköku kleinuhringir vegan

Ég ætla að vera alveg hreinskilin við ykkur, þegar ég hófst handa við að gera þessa ostaköku kleinuhringi þá var ég alls ekki viss hvort útkoman yrði góð. Ég var fullkomlega tilbúin til þess að setja þá beint í ruslið ef þeir yrðu vondir. Ég var hrædd um að vegan ostur myndi kannski breyta um áferð við það að fara í frysti, myndi blandast illa við önnur innihaldsefni eða hreinlega bara bragðast illa. En mig langaði alveg rosalega mikið að prófa!

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að prófa ný og spennandi innihaldsefni og sjá hvernig þau hegða sér. Stundum verð ég fyrir vonbrigðum en þetta var sko heldur betur ekki eitt af þeim tilvikum! Þegar ég var búin að blanda saman rjómaosta blöndunni og smakkaði, ég ætla bara að segja satt, ég átti erfitt með mig að halda ekki áfram að borða upp úr skálinni! Þið munið komast að því líka ef þið prófið!

Eftir þetta svakalega smakk setti ég rjómaostablönduna í formin og setti í frystinn, blandan þarf alveg góða 4 tíma í frystinum til að harðna fullkomlega í gegn. Ég tók þá svo upp úr forminu og raðaði þeim á grind. Súkkulaðinu hellti ég svo yfir hringina og raðaði kexmynslum á sem skraut.

Það að bíta í kleinuhringina er erfitt að lýsa öðruvísi en guðdómlegt! Ég sem hafði verið svo hrædd um að þetta yrði vont, það er bara fyndin tilhugsun því það er svo langt frá raunveruleikanum! Áferðin er dúnamjúk, bragðið himneskt, gott ostabragð skín í gegn sem er ótrúlegt fyrir það að ostarnir eru búnir til úr haframjólk.

Eftir þessa tilraun mína mun ég óhrædd prófa mig áfram með Oatly vörurnar og hvet þig til þess að gera það sama, þú verður ekki fyrir vonbrigðum.

 

Oreo ostaköku kleinuhringir vegan

Oreo ostaköku kleinuhringir vegan, mjólkurlausir, oatly rjómaostur sýrður rjómi

Oreo ostaköku kleinuhringir vegan

Oreo ostaköku kleinuhringir:

 • 22 oreo kökur
 • 75 g vegan smjör
 • 450 g Oatly hafrasmurostur (PåMackan)
 • 150 g flórsykur
 • 1 msk kakó
 • 1 tsk vanilludropar
 • 75 g Oatly sýrður hafrarjómi (iMat Fraiche)
 • 200 g vegan súkkulaði
 • 100 ml kókosmjólk (með háu fituinnihaldi)
 • 5 oreo kexkökur

Aðferð:

 1. Myljið oreo kexkökurnar í blandara þangað til kexið verður að fínu mjöli, bræðið smjörið og blandið því saman við.
 2. Smyrjið kleinuhringjamót, skerið smjörpappír í lengjur (u.þ.b. 1 cm x 10 cm) og leggið tvær lengjur í hvert mót. Setjið kexblönduna í botninn á hverju kleinuhringja móti og setjið svo í frystinn.
 3. Blandið saman Oatly rjómaostinum, flórsykri, kakó, vanilludropum og Oatly sýrðum rjóma, setjið blönduna ofan á kexbotninn. Setjið aftur í frystinn.
 4. Skerið súkkulaðið smátt niður og setjið í skál. Hitið kókosmjólkina nánast að suðu (látið ekki sjóða), hellið mjólkinni yfir súkkulaðið og hrærið létt saman með skeið.
 5. Takið kleinuhringina úr mótinu á meðan þeir eru vel frosnir, gott er að toga í smjörpappírinn og nota hníf á sama tíma. Fjarlægjið smjörpappírinn og hellið súkkulaðinu yfir hvern kleinuhring, brjótið oreo kexkökurnar og skreytið kleinuhringina með þeim.

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð en það hefur þó ekki áhrif á frásögn mína.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5