Oreo ostaköku smákökur með hvítu Toblerone

Recipe by
1 klst og 30 Mín
Cook: Unnið í samstarfi við Innnes | Servings: 25 - 30 stk

Þessar Oreo ostaköku smákökur eru alveg ótrúlega góðar!

Ég gæti ekki sagt þér hversu margar kökur ég borðaði þegar þessar voru nýkomnar út úr ofninum þó svo að ég myndi vilja það, það eina sem ég veit er að þær voru þónokkrar! Algjörlega ómótstæðilegar!

Hér er að finna smákökur úr oreo ostaköku deigi, einhverjum gæti fundist það hljómar kannski smá furðulega, en ég get lofað þér því að þú munt ekki finna mýkri og bragðbetri smákökur.

Það er afskaplega einfalt og fljótlegt að smella þeim saman og innihaldsefnalistinn er tiltölulega stuttur.

Oreo crumbs er mjög skemmtileg nýung en það eru pokar með muldum Oreo kökum með kremi sem henta einstaklega vel í baksturinn.

Oreo ostaköku smákökur

Oreo ostaköku smákökur

Oreo ostaköku smákökur

Oreo ostaköku smákökur

Oreo ostaköku smákökur

 • 200 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 • 100 g smjör við stofuhita
 • 1 tsk vanilludropar
 • 150 sykur
 • 170 g hveiti
 • 170 g Oreo crumbs með kremi
 • 100 g hvítt Toblerone

Aðferð:

Aðferð má einnig sjá sem myndband í highlights á Instagraminu mínu Instagram.com/lindaben

 1. Hrærið saman smjöri og rjómaosti, þegar það er orðið að mjúkri blöndu bætið þá út í vanilludropum og hrærið saman.
 2. Bætið sykrinum og hveitinu út í og hrærið.
 3. Setjið Oreo crumbs út í deigið og blandið saman með sleikju.
 4. Skerið hvíta Tobleronið í frekar litla bita og blandið helmingnum saman við deigið.
 5. Setjið deigið í minni skál og geymið inn í ísskáp í 1 klst.
 6. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.
 7. Takið 1 msk af deigi og útbúið kúlur, það ættu að myndast 25-30 kúlur úr deiginu. Setjið á bökunarplötu með smjörpappír, u.þ.b. 12 stk á hverja plötu og fletjið kúlurnar örlítið niður með bakhliðinni af matskeiðinni. Setjið restina af hvíta Tobleroninu ofan á kökurnar. Bakið í u.þ.b. 10 mín.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Oreo ostaköku smákökur

Ekki það sem þú varst að leita af? Skoðaðu þá þessar uppskriftir:

Þriggja hæða oreo kaka með ofur fluffý oreo kremi

Fljótlegur eftirréttur, oreo og jarðaberja ostakaka

CHEESECAKE FACTORY OREO OSTAKAKA

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5