Oreo Crumbs rjómaís með hvítu toblerone

Recipe by
12 klst og 30 mín
Prep: 30 mín | Cook: Unnið í samstarfi við Innnes

Oreo rjómaís fullur af stökku Oreo Crumbs og hvítu Toblerone. Þennan ís átt þú eftir að elska!

Það er afskaplega einfalt að búa til þennan rjómaís, það þarf ekki ísvél eða neitt annað flókið, bara gamla góða hrærivélin (rafmangs handþeytari virkar líka vel) og gott form til að frysta ísinn í.

Ísinn er algjörlega laus við allar ísnálar og er einstaklega mjúkur og góður.

Hvort sem þú berð hann fram í ísformum eða einfaldlega sem kúlu í skál, átt þú eftir að eiga erfitt með að leggja frá þér skeiðina.

Oreo rjómaís

Oreo rjómaís

Oreo rjómaís með hvítu toblerone

Oreo rjómaís

Horfðu á uppskriftarmyndbandið hér 

Oreo rjómaís með hvítu toblerone

 • 500 ml rjómi
 • 6 eggjarauður
 • 1 tsk vanilludropar
 • 2 ¼ dl púðursykur
 • 100 g hvítt Toblerone
 • 2 dl Oreo Crumbs með kremi

Aðferð:

 1. Byrjið á því að þeyta rjóma, geymið svo rjómann á meðan eggjablandan er útbúin.
 2. Í aðra skál þeytið eggjrauður þar til þær eru orðnar alveg ljós gular og mynda borða sé þeytarinn tekinn upp úr og deigið látið leka í skálina.
 3. Bætið púðursykri út í rólega og þeytið vel saman við ásamt vanilludropum.
 4. Blandið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleikju, passið að slá ekki loftið úr deiginu.
 5. Skerið hvíta Toblerone-ið í bita og bætið út í deigið, blandið varlega saman með sleikju.
 6. Setjið Oreo Crumbs út í deigið og blandið varlega saman með sleikju.
 7. Hellið ísnum í 30×40 cm form (eða sambærilegt) sem hefur verið klætt með smjörpappír. Lokið forminu með plasfilmu svo formið sé loftþétt.
 8. Frystið í u.þ.b. 12 klst eða lengur.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5