Linda Ben

Risalamande eftirréttur

Recipe by
90 mín
| Servings: 6 manns

Risalamande er hefðbundinn danskur eftirréttur sem er vanalega borin fram á jólunum. Það eru margir sem þekkja þennan bragðgóða, ljúfa eftirrétt og tengja hann jafnvel við dásamlegar jólaminningar sem barn.

_MG_2544

Ég er persónulega ekki alin upp með Risalamande á jólunum en vá hvað mér finnst þetta góður eftirréttur og get vel hugsað mér að taka upp þessa hefð.

Risalamande er ekki mjög sætur réttur sem mér finnst mjög jákvætt. Það eru aðeins 2 msk af sykri í allri uppskriftinni og svo er hægt að ráða sætunni meira með hversu mikið maður setur af kirsuberjasósunni. Því finnst mér þessi réttur henta vel til að gera þegar maður vill smá tilbreytingu.

_MG_2552

Ég gerði smávægilegar breytingar á hefðbundnu uppskriftinni, breytti hlutföllunum lítillega og setti smá súkkulaði sem er algjört æði!

Risalamande

  • 2 dl stutt hvít hrísgrjón
  • 1 í  dl vatn
  • 800 ml mjólk
  • 2 vanillustangir
  • 100 g möndluflögur
  • 2 msk sykur
  • 500 ml rjómi
  • 100 g hágæða súkkulaði
  • 1,5 krukka kirsuberjasósa

Aðferð:

  1. Setjið 2 dl af hrísgrjónum í frekar stóran pott og sjóðið upp úr vatni í um það bil 2 mín.
  2. Fræhreinsið vanillustangirnar með því að skera þær þvert og skafa innan úr þeim með hnífnum.
  3. Hellið 250 ml af mjólkinni í einu og sjóðið við vægan hita með lokið á pottinum, hrærið mjög reglulega með sleif eða sleikju.
  4. Setjið vanillufræin út í grautinn.
  5. Endurtakið skref nr. 3 þangað til mjólkin er búin og grjónin eru soðin í gegn.
  6. Látið grautinn kólna vel (hægt að gera grautinn daginn áður og geyma inn í ísskáp yfir nótt).
  7. Þeytið rjóma og blandið honum saman við grautinn ásamt sykrinum, möndluflögunum og söxuðu súkkulaði.
  8. Setjið grautinn í falleg glös á fæti eða skálar og setjið 2 msk af kirsuberjasósu yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_2536

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5