Salt karamellu ostakaka sem uppfyllir alla helstu drauma um fullkominn eftirrétt!

Ef þú ert að leita að hinum fullkomna eftirrétti þá ertu komin á réttan stað!

Þessi salt karamellu brownie ostakaka uppfyllir alla helstu drauma um fullkominn eftirrétt.

Ostakökur eru svo guðdómlegar, ég fæ ekki nóg af þeim. Hvort sem þær eru bakaðar eða óbakaðar þá eru þær alltaf æðislegar. Það er eitthvað við þetta ostabragð sem gerir þær mildar en samt svo seðjandi. Sem gerir það að verkum að maður þarf ekki að borða mikið af þeim en hver biti er ómótstæðilegur.

_MG_9177

Vegna þess að í þessari uppskrift er salt karamellan útbúin frá grunni þá er sniðugt að kaupa tilbúið brownie mix til að stytta sér smá leið. Brownie mixin eru hvort sem er alveg gríðarlega góð.

Ostakökuna sjálfa þarf svo ekki að baka sem er alveg rosalega fljótlegt og þægilegt. Áferðin á ostakökunni er létt eins og ský og mjúk eins og silki. Bragðið mmm.. það er erfitt að lýsa því vegna þess að það er svo hrikalega gott! Saltið í karamellunni blandað við púðursykur og rjómaost.. vá ég á ekki til orð… þið verðið bara að smakka! 😉

Brownie botn:

 • Brownie mix, t.d. frá Ghiardelli tripple chocolate eða Betty Crocker Ultimate chocolate brownie mix.  

Aðferð:

 1. Útbúin eins og stendur á pakkanum. Bökuð í 22 cm smelluformi.
 2. Látið kólna inn í kæli.

_MG_9214

Salt karamellu sósa:

 • 1 bolli sykur
 • ¼ bolli vatn
 • ¾ bolli rjómi
 • 3 msk smjör
 • 1 tsk vanilla
 • 1 tsk salt

Aðferð:

 1. Setjið sykur og vatn í pott. Látið allan sykurinn blotna með því að halla pottinum, ekki hræra.
 2. Kveikið undir og bíðið eftir að blandan byrjar að sjóða. Það má aldrei hræra í blöndunni en ef þú sérð að blandan sýður of mikið einum megin en lítið hinum megin þá má halla pottinum til að jafna það út.
 3. Látið sykurinn sjóða þangað til hann verður gullin brúnn.
 4. Hellið rjómanum rólega út í, í nokkrum mjóum bunum. Sykurinn mun sjóða mjög mikið og mikil gufa myndast. Hrærið rólega í með hitaþolinni sleif þangað til suðan róast.
 5. Setjið 1 msk af smjöri út í í einu og hrærið blönduna þangað til allt hefur samlagast.
 6. Setjið svo vanilludropana og saltið út í og hrærið.
 7. Takið karamelluna af hitanum og hellið henni mjög varlega í hitaþolið ílát.
 8. Mikilvægt er að aldrei smakka karamelluna á meðan hún er heit, þið getið brennt ykkur illa.

_MG_9210

Ostakakan:

 • 450 g rjómaostur við stofuhita
 • ½ bolli sykur
 • ½ bolli púðursykur
 • ¾ bolli salt karamellu sósan, sjá uppskrift hér fyrir ofan
 • 100 ml rjómi

Aðferð:

 1. Hrærið saman rjómaostinn, sykurinn og púðursykurinn.
 2. Hellið salt karamellu sósunni hægt út í blönduna og hrærið í leiðinni.
 3. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við rjómaost blönduna með sleikju.
 4. Hellið ostakökunni ofan á kaldann brownie botninn.
 5. Látið standa í 2 tíma í ísskáp.
 6. Takið kökuna varlega úr smelluforminu, ef þið treystið ykkur til að taka kökuna af botninum þá er það fínt, annars leyfið þið kökunni á standa á botninum.
 7. Skreytið kökuna að vilt með söltu karamellu sósunni.

Ég elska að sjá réttina sem þið gerið með uppskriftunum mínum og því hvet ég ykkur til að merkja myndirnar ykkar #lindulostæti 

Fylgist með á Instagram!

_MG_9171

_MG_9199 _MG_9200 _MG_9201

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5