Linda Ben

Spagetti Bolognese

Recipe by
1 klst
| Servings: 4 manns

Algjörlega hinn fullkomni þægindamatur! Reyndar er hann í sparigallanum í þessari uppskrift þar sem sósan er gerð frá grunni og örlitlu rauðvíni bætt út í sósuna, það gerir gæfumuninn.

_MG_21m83

Ég gerði þennan rétt á meðan síðan mín lá niðri, það tók heldur betur á taugarnar, að vera í svona óvissu með alla vinnuna sem maður hefur lagt svo hart af sér til að skapa, en sem betur fer er þessum tilfinningarússíbana lokið og allt endaði vel. Vonum að svona lagað gerist aldrei aftur!

_MG_2199

Með spagettíinu bar ég fram alveg hreint út sagt dásamlegt ítalskt rauðvín, þvílík eðal blanda.

_MG_2205

Spagetti Bolognese

  • 1 pakki nautahakk
  • 6 beikonsneiðar
  • 1 lítill laukur
  • 4 gulrætur
  • 1 paprika
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 2 dósir niðursoðnir tómatar
  • 1 tsk þurrkað oreganó
  • 2 msk tómatpúrra
  • 1-2 tsk nautakraftur
  • 1 dl rauðvín
  • salt og pipar
  • 400 g heilhveiti spagettí
  • ferskt basil
  • parmesan ostur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að steikja beikonið á pönnu, takið það svo af þegar það er tilbúið. Skerið laukinn smátt niður og steikið hann á pönnunni upp úr beikonfitunni. Skerið paprikuna og gulræturnar líka smátt niður og steikið þær. Setjið hakkið á pönnuna og steikið það. Skerið hvítlaukinn smátt niður og setjið út á pönnuna.
  2. Setjið vatn með salti og olíu í stóran pott og hitið að suðu. Setjið spagettíið í pottinn þegar suðan er komin upp og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka þangað til það er “al dente”.
  3. Þegar allt hefur náð að steikjast vel á pönnunni, helliði þá tveimur dósum af niðursoðnum tómutum á pönnuna, 2 msk tómatpúrru, oreganó og nautakrafti. Hellið svo rauðvíni úr á og látið sósuna sjóða við meðal lágan hita í 5 mín. Smakkið til með salt og pipar.
  4. Blandið spagettíinu saman við hakksósuna, berið fram með fersku basil og parmesan osti.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_2209

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5