Linda Ben

Spicy mangó jalapenó margaríta

Recipe by
| Servings: 1 drykkur

Hér er að finna alveg virkilega sumarlegan drykk fyrir þá sem fýla hlutina smá spicy! Sætan kemur skemmtilega á móti því sterka í jalapenóinu. Hægt er að stjórna því svolítið hversu sterkur drykkurinn er með því að sleppa fræjunum úr jalapenóinu og stækka bitann eða minnka af jalapenóinu sem er marinn saman við drykkinn.

Ég til dæmis vildi ekki hafa drykkinn minn of sterkann og því sleppti ég fræjunum og notaði aðeins ¼ af jalapeóinu.  Spicy mangó jalapenó margaríta kokteill uppskrift

Spicy mangó jalapenó margaríta kokteill uppskrift

Spicy mangó jalapenó margaríta kokteill uppskrift

Uppskriftin miðast við 1 drykk

Spicy mangó jalapenó margaríta

  • 60 ml tequila
  • 30 ml cointreau
  • Safi úr 1 lime
  • 120 ml mangó safi
  • ¼ jalapenó + 1 heilt sem skraut
  • cajun krydd + salt + sykur fyrir glasbrún
  • Klakar

Aðferð:

  1. Setjið tequila og cointreau í kokteil hristara, bætið jalapenó bita út í og kremjið hann vel saman við.
  2. Kreystið safann úr limeinu ofan í kokteilhristarann, bætið mangó safanum út í  og nokkrum klökum. Hrisstið vel saman.
  3. Bleytið glasbrúnina með lime safa, blandið saman cajun kryddi, salti og sykri í undirskál, dýfið glasinu ofan í blönduna svo kryddið festist á glasbrúninni. Setjið nokkra klaka ofan í glasið og hellið drykknum í glasið.

Spicy mangó jalapenó margaríta

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5