Linda Ben

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

Ekki vera hrædd við að nota þessa fyllingu í fleira en smjördeigsbollur, hún er líka frábær í hefbundna brauðrétti!

sjúkleg smjördeigs spínatsstykki

sjúkleg smjördeigs spínatsstykki

sjúkleg smjördeigs spínatsstykki

smjördeigs spínatsstykki

smjördeigs spínatsstykki

smjördeigs spínatsstykki

smjördeigs spínatsstykki

smjördeigs spínatsstykki

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

  • 6 smjördeigs blöð
  • 2 msk steikingar olía
  • 100 g sveppir
  • 4 sneiðar skinka
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 200 g spínat
  • Salt og pipar
  • ¼ tsk þurrkað oreganó
  • ¼ tsk þurrkað basil
  • 200 g með graslauk og púrrulauk
  • 150 g fetaostur (án olíu)
  • ½ dl rifinn parmesanostur
  • 1 egg

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir+yfir hita.
  2. Takið ál muffinsbakka og klæðið hvert hólf með smjörpappír.
  3. Skerið hvert smjördeigis blaðið í tvennt og rúllið hverjum hluta létt út. Setjið í muffinsformið, þrýstið deiginu vel ofan í hornin.
  4. Skerið sveppina og skinkuna niður í bita og steikið á pönnu upp úr olíu. Skerið hvítlaukinn niður og bætið út á pönnuna. Skolið spínatið og þurrkið, bætið því út á pönnuna. Steikið þar til sveppirnir eru allir mjúkir í gegn og spínatið eldað. Kryddið með salt+pipar eftir smekk og svo með basil+oreganó.
  5. Setjið rjómaostinn út á pönnuna, bræðið hann saman við og blandið öllu vel saman.
  6. Slökkvið undir pönnunni. Hellið olíunni af fetaostinum (óþarfi að henda henni samt) og setjið út á pönnuna, rífið parmesan ost út á og blandið öllu saman.
  7. Setjið spínatfyllinguna í smjördeigið og lokið deiginu eins og á myndunum, gott að klípa hornin aðeins saman. Hrærið eitt egg og penslið yfir deigið. Bakið í 20 mín.

smjördeigs spínatsstykki

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5