Linda Ben

Supernachos með nautahakki

Recipe by
30 mín
Prep: 10 mín | Cook: 20 mín | Servings: 4 manns

Hver elskar ekki að koma sér vel fyrir inn í stofu eftir langan dag, kveikja á sjónvarpinu og gæða sér á supernachos!? Opna sér kannski einn bjór með og njóta.. þetta hljómar alveg mjög vel í mínum eyrum.

Ég ætla hér að gefa ykkur mína uppskrift af supernachos, ég dreifi því alltaf á ofnplötu í staðinn fyrir að setja í eldfast mót, þannig verður hvert einasta snakk stökkt og hlaðið góðgæti. Ég mæli sko sannarlega með að þið gerið ykkur kósý kvöld og gæðið ykkur á þessu unaðslega supernachos!

Supernachos

Supernachos Innihald:

  • 1/2 poki On The Border snakk eða sambærilegt
  • 1 pakki nautahakk
  • 1 dós svartar baunir
  • 1/2 poki burrito kryddblanda
  • 1 poki rifinn pizza ostur
  • Jalapenó eftir smekk

Supernachos

Supernachos

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 200°C og klæðið ofnplötu með álpappír.
  2. Dreifið snakkinu jafnt á ofnplötuna.
  3. Steikið hakkið létt, setjið baunirnar út á hakkið ásamt burrito kryddblöndunni. Blandið vel saman og steikið hakkið í gegn.
  4. Dreifið hakkblöndunni jafn yfir snakkið og dreifið ostinum svo yfir.
  5. Þeir sem vilja hafa nachosið aðeins sterkara dreifa jalapenó yfir.
  6. Bakið inn í ofni þangað til osturinn er orðinn vel bráðnaður og jafnvel aðeins byrjaður að brúnast, um það bil 15-20 mín.

Supernachos

Á meðan nachosið er inn í ofni er gott að útbúa sósurnar. Ég mæli með að búa til ferskt salsa, guacomole og hafa sýrðan rjóma með.

Supernachos

Ferskt salsa innihald:

  • 3 venjulegir tómatar eða 12 kirsuberjatómatar
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 vel þroskað mangó
  • lítið búnt kóríander
  • jalapenó eftir smekk (má sleppa)
  • safi úr 1/2 lime

Aðferð:

  1. Skerið öll innihaldsefnin smátt niður fyrir utan lime-ið.
  2. Blandið saman í skál og kreistið lime yfir.

Supernachos

Guacomole innihald:

  • 2 vel þroskuð avocado
  • 1 poki Frontera guacomole mix

Aðferð:

  1. Maukið avocadóið með gaffli og blandið guacomole mixinu saman við.

Supernachos

Með góðu supernachos er freistandi að opna sér einn Peroni bjór sem er léttur og virkilega bragðgóður. Ég mæli með að þið smakkið hann ef þið hafið ekki gert það áður.

Supernachos

Supernachos

Njótið vel!

Ykkar, Linda

Öll innihaldsefni í þessa uppskrift fást í Kosti, fyrir utan Peroni sem fæst í Vínbúðum.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5