Linda Ben

Swiss Mocha kokteill

Recipe by
| Servings: 2 glös

Við fögnum því að desember gengur í garð á morgun með einum vetrarlegum og huggulegum kokteil sem yljar okkur að hjartarótum.

Swiss Mocha kokteill

Swiss Mocha kokteill

Swiss Mocha kokteill

Swiss Mocha Kokteill

Hráefni fyrir tvö glös:

  • 100 ml þeyttur rjómi
  • 3 matskeiðar sykur
  • 3 tsk vanillusykur
  • 1 tsk Stroh 60 romm
  • 4 matskeiðar kakó
  • 400 ml af mjólk
  • 40 g af súkkulaði (dökkt)
  • Sterkt espresso skot
  • 2 til 4 cl Stroh 60 romm

Aðferð:

Rjómablandan:

  1. Þeytið rjóma með 1 msk sykri og 1 tsk vanillu sykri.
  2. Rétt áður en rjóminn er orðinn stíf þeyttur, bætið við 1 tsk af Stroh rommi útí.

Stroh Kakó:

  1. Blandið kakó dufti, dökkusúkkulaði, mjólk og 2 msk sykur og 2 tsk vanillusykur í pott og hrærið saman við vægan hita.
  2. Takið pottinn af hitanum og bætið 2-4 cl af Stroh rommi útí pottinn og hrærið.
  3. Setjið sitt hvort espresso skotið í hvorn bollan. Hellið kakó blöndunni í bolla eða glas og bætið svo rjómanum ofan á. Fallegt að skreyta með smá saltri karamellu en því má sleppa.

Swiss Mocha kokteill

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5