Linda Ben

Unaðslega djúsí lasagna með hvítri ostasósu

Recipe by
1 klst og 25 mín
Prep: 40 mín | Cook: 45 mín | Servings: 6 manns

Lasagna er klassískur réttur sem öll fjölskyldan elskar. Auðvelt er að lauma smá grænmeti í þennan rétt án þess þó að nokkur taki eftir því, en það er einmitt þannig í þessari uppskrift.

Hvíta ostasósan gerir það að verkum að lasagnað er sérstaklega djúsí og lystugt, algjör unaður!

_MG_8468

Unaðslega gott djúsí lasagna með hvítri ostasósu

Kjötsósa – Uppskrift:

  • 1 pakki nautahakk
  • 2 gulrætur
  • 100 g sveppir
  • 1 shallot laukur
  • 1 krukka (680 g) Tómat og basil pastasósa

Aðferð:

  1. Skerið lauk, sveppi og gulrætur niður og steikið.
  2. Steikið hakkið á pönnununa og steikið.
  3. Setjið sósuna á pönnuna.
  4. Kryddið með salt og pipar eftir smekk og leyfið sósunni að malla á vægum hita þangað til hún hefur þykknað.

Hvít ostasósa – Uppskrift:

  • 150 g rifinn cheddar ostur
  • ½ blaðlaukur
  • ½ líter mjólk

Aðferð:

  1. Skerið blaðlaukinn smátt niður.
  2. Setjið olíu í pott og steikið laukinn við mjög lágann hita í 20-30 mín. Það er gert til þess að ná fram sæta og góða bragðinu í lauknum.
  3. Hellið mjólkinni út á laukinn og maukið hann með töfrasprota.
  4. Setjið helminginn af ostinum út í sósuna.
  5. Hitið sósuna þangað til osturinn bráðnar og sósan fer að þykkna.
  6. Kryddið með pipar eftir smekk.

Þar að auki þarf:

  • Lasagnaplötur

Aðferð:

  1. Notið 20×20 cm eldfastmót, stillið ofninn á 200°C.
  2. Byrjið á því að setja kjötsósuna í botninn, setjið lasagnaplötur yfir og hvítu ostasósuna loks yfir.
  3. Endurtakið þrisvar sinnum í viðbót.
  4. Dreifið afganginum af ostinum yfir lasagnað.
  5. Bakið í ofninum í um það bil 45 mín.
  6. Leyfið lasagnanu að kólna svolítið áður en þið skerið í það svo það haldi lögun þegar það er sett á diskinn.

_MG_8442

_MG_8448

_MG_8470

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5