Linda Ben

Uppáhalds hlutirnir heima

Recipe by
| Servings: Kostuð umfjöllun

Í kvöld verður konukvöld Pennanns og ætla ég að tilefni þess að fjalla um nokkrar vörur sem ég á úr Pennanum. Penninn hefur lengi verið ein af uppáhalds búðunum mínum og þykir mér ótrúlega gaman að fjalla um þá búð á vefnum mínum. Við höfum keypt okkur allar vörurnar sjálf fyrir okkar eigin peninga í gegnum árin sem ég fjalla um, en þó er akkurat þessi umfjöllun um hlutina kostuð af Pennanum.

Innlit Linda Ben

Eames eldhússtólarnir okkar voru fyrsta húsgagnið sem við Ragnar keyptum okkur, en við keyptum þá reyndar áður en við byrjuðum að búa! Mig hafði lengi dreymt um þessa stóla og okkur langaði alveg hriklega mikið í þá. Við vorum búin að vera skoða okkur íbúð til að fjárfesta í og höfðum gert nokkur tilboð en aldrei gengið upp, í lokin vorum við orðin svo sár að við ákváðum að fjárfesta í fjórum Eames stólum sem smá good vibe fyrir íbúðarkaupin. Það var akkurat sama tilboð í gangi þá í Pennanum og núna og því aðeins auðveldara fyrir okkur að kaupa stólana. Það hafði svo sannarlega góð áhrif því tveimur mánuðum seinna sáum við fokhelt raðhús sem við enduðum á að kaupa. Þessar myndir eru svo af stólunum inn í því húsi. Eins og svo margir vita, erum við búin að selja það hús núna en stólarnir fylgja okkur ennþá enda framtíðar eign.

Innlit Linda Ben

Innlit Linda Ben

Innlit Linda Ben

Eames stólarnir eru ekki það eina sem ég á úr Pennanum en ég er afar stoltur eigandi Eames fuglsins. Við Ragnar eigum sambandsafmæli um miðjan desember, svolítið óheppileg dagsetning hvað varðar að hann týnist oft í jólaundirbúningnum. En við höfum þó lagt í vana okkar að gleðja okkur með því að kaupa eitthvað til heimilisins sem okkur báðum langar í. Það vill svo ótrúlega til að margar af þeim gjöfum hafa verið keyptar í Pennanum. Fyrir tveimur árum keypti Ragnar Eames fuglinn fyrir okkur og hef ég haldið mikið upp á fuglinn síðan.

Það vita það ekki margir er þessi frægi fugl er ekki úr hugmyndasmiðju Eames hjónanna heldur var það gamall byssusmiður sem hannaði hann fyrst. Sagan segir að Eames hjónin hafi rekist á fuglinn í búð á ferðalögum sínum en þau heilluðust svo að hönnunni að þau ákváðu að framleiða fuglinn undir sínu merki en hafa aldrei eignað sér hönnunina á honum. Eames fuglinn verður á tilboði í Pennanum í kvöld og út mánudaginn. Hann fæst einnig í hvítu og svo nýja litnum, hnotu, en það komu aðeins örfá eintök af þeim lit til landsins og mun eflaust ekki koma aftur.

Innlit Linda Ben

Innlit Linda Ben

Þegar við bjuggum í pínu litlu 29 fm íbúðinni okkar í miðbænum þá vantaði mig alveg rosalega fallegt fatahengi. Það var ekkert pláss fyrir fataskáp í forstofunni (höfðum bara 1 m fataskáp inn í herbergi fyrir okkur öll þrjú) og mér fannst alls ekki koma til greina að vera með ljótt fatahengi. Í svona litlu rými þá þurfti hver einasti hlutur að gleðja augað því það var engin leið til að forðast hlutinn, rýmið var svo lítið. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um áður en ég fjárfesti í Hang it all snaganum, enda keyptur á konukvölds tilboði í Pennanum fyrir akkurat ári síðan. Ég hef verið alveg ótrúlega ánægð með snagann frá því að ég keypti hann og fengið svo margar fyrirspurnir um hann, enda ekki skrítið, hann er svo fallegur.

Innlit Linda Ben

Það eru margir aðrir hlutir á óskalistanum mínum frá pennanum eins og til dæmis:

Plywood Group DCW í svörtu en ég elska afslappaða yfirbragðið á honum.

Plywood Group DCW

VITRA – Rotary Tray, pink rose myndi koma virkilega vel út á tilvonandi snyrtiborðinu mínu.

VI21507003

VITRA – Eames Elephant, grár, er svo skemmtileg vara og myndi koma skemmtilega út inni hjá Róbert.

vi21511202

Ég vonast til að sjá ykkur sem flest í kvöld, það verður nóg um að gera til dæmis happadrætti og margt fleira skemmtilegt. En fyrir ykkur sem komist ekki þá vil ég láta ykkur vita að afslættirnir gilda út mánudaginn svo það er nægur tími til stefnu.

Þangað til næst!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5