Vinsælustu kokteilar USA – Allir geta gert þessa!

Master of mixes er mest seldu kokteilblöndurnar í bandaríkjunum og kemur mér það alls ekki á óvart þar sem þau eru alveg ótrúlega góð.

Ég prófaði þessi mix fyrst fyrir nokkrum árum þegar þau fengust í Kosti og keypti ég þau reglulega. Þegar sú búð lokaði var að sjálfsögðu ekki hægt lengur að fá þessi mix lengur hér á landi. Núna eru þau hinsvegar loksins fáanleg aftur en hægt er að kaupa þau í Bónus.

Mixin gera það að verkum að það er leikur einn að skella í virkilega góða kokteila sem taka enga stund að útbúa.

Einfaldur kokteill, fljótlegir kokteilar, kokteil bolla

Það er til dæmis mjög þægilegt að taka með sér Master of mixes kokteilmix í útilegu eða bústað þar sem erfitt er að taka með sér allskonar mismunandi drykkjarföng.

Það er að sjálfsögðu hægt að búa til óáfenga kokteila með þessum mixum, það eina sem þarf að gera er að sleppa því að bæta áfengi út í þau en fylgja annars uppskriftunum.

Á hverri flösku af mixi eru þrjár hugmyndir af því hvernig er hægt að útbúa kokteila úr mixunum. Þær eru allar mjög einfaldar. Svo er auðvitað hægt að nota hugmyndaflugið og prófa eitthvað nýtt. Mér finnst mjög gaman að fylgja Master of mixes á Instagram og fá þar fullt af hugmyndunum um hvernig er hægt að nýta mixin þeirra. Einnig er hafsjór af uppskriftum á síðunni þeirra en hægt er að skoða þær hér.

Það er leikur einn að gera bollu úr kokteil mixunum, það eina sem þarf að gera er að margfalda uppskriftina sem er aftan á flöskunni með fjölda gestanna sem ætla að fá sér bollu.

Einfaldur kokteill, fljótlegir kokteilar, kokteil bolla

Ég gerði um daginn þrjá mismunandi kokteila úr Master of mixes kokteil mixunum sem smökkuðust alveg virkilega vel.

Einfaldur kokteill, fljótlegir kokteilar, kokteil bolla

Klassísk Margaríta

 • 2 hlutar Margaríta mix frá Master of mixes
 • 1 hluti tequila
 • Klakar
 • Lime sneiðar

Aðferð:

 1. Fyllið glasið af klökum og lime sneiðum.
 2. Setjið mixið og tequila í kokteilhristara og hristið drykkinn vel saman.
 3. Hellið drykknum í glasið.

    Einfaldur kokteill, fljótlegir kokteilar, kokteil bolla 

Einfaldur kokteill, fljótlegir kokteilar, kokteil bolla

Bláberja Mojito

 • 2 hlutar Mojito mix frá Master of mixes
 • 1 hluti romm
 • Klakar
 • ½ dl bláber
 • 2 hlutar sódavatn

Aðferð:

 1. Setjið bláber og klaka í glas.
 2. Hellið mojito mixi, rommi og sódavatni í glasið, hrærið saman með kokteil skeið.

Einfaldur kokteill, fljótlegir kokteilar, kokteil bolla
Einfaldur kokteill, fljótlegir kokteilar, kokteil bolla

Einfaldur kokteill, fljótlegir kokteilar, kokteil bolla

Jarðaberja daiquiri

 • 4 dl klakar
 • 60 ml romm
 • 150 ml jarðaberja daiquiri mix frá Master of mixes

Aðferð:

 1. Setjið allt saman í blandara og blandið þangað til mjúkt krap hefur myndast. Hellið blöndunni í glös.

Einfaldur kokteill, fljótlegir kokteilar, kokteil bolla

Einfaldur kokteill, fljótlegir kokteilar, kokteil bolla

Einfaldur kokteill, fljótlegir kokteilar, kokteil bolla

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð en það hefur ekki áhrif á frásögn mína.

Einfaldur kokteill, fljótlegir kokteilar, kokteil bolla

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5