Vöfflur með möndlu og tonka smjöráleggi

Ég kynntist nýverið möndlu tonka smuráleggi en það er algjört sælgæti!

Vöfflur með möndlu og tonka smjöráleggi

Aðal uppistaðan í þessu smuráleggi eru möndlur og tonka baunir.

Bragðið minnir helst á karamellu með hungangs og vanillu keim. Það er alveg dásamlega gott ofan á pönnukökur, vöfflur eða hreinlega ofan á brauð.

Hér setti ég möndlu og tonka smyrjuna ofan á vöfflur og setti brómber ofan á. Það var alveg ótrúlega ljúffengt og mæli ég heldur betur með þessari samsetningu.

Vöfflur með möndlu og tonka smjöráleggi

Rapunzel er brautryðjandi í lífrænni framleiðslu og framleiða þau einungis lífrænar vörur. Lífræn framleiðsla þýðir að hagsmunir náttúrunnar eru fremst í flokki. Unnið er að því að vernda náttúruna og auðlindir jarðarinnar á sama tíma og er verið að framleiða allra bestu hráefni fyrir okkur neytendurnar.

Ég persónulega vel alltaf lífrænt þegar ég á möguleika á því. Ég veit að lífrænar vörur eru ræktaðar við bestu skilyrði án mengandi skordýraeiturs sem hefur slæm áhrif á jörðina, fyrir mig og fjölskyldu mína.

Mig langar að deila því með ykkur að dagana 20. sept – 3. okt er 25% afsláttur af öllum Rapunzel vörum í Nettó og því kjörið að prófa þetta dásamlega góða möndlu og tonka smjör!

Vöfflur með möndlu og tonka smjöráleggi

 

Þessi færsla er kostuð.

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5