Vorboðinn fallegi frá Nóa Siríus

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum hvað dagarnir eru farnir að lengjast, það er byrjað að birta fyrr og andinn verður léttari í leiðinni.

_MG_5576

Það sem ég tengi helst við vorið eru litlu sætu pástkaeggin nr 1 frá Nóa Siríus. Um leið og maður sér þessi krúttlegu egg í búðunum þá veit maður að betri og bjartari tíð er framundan. Þau eru svo ótrúlega sæt og gefa manni hlýju í hjartað. Ég ákvað því að skreyta litlu íbúðina mína með þessum fallegu eggjum, smella af nokkrum myndum og deila með ykkur.

_MG_5623

Eitt sem ég legg upp úr þegar ég innrétti og skreyti heimilið mitt er að ég vil að orkan sem hlutirnir gefa frá sér sé jákvæð. Ég vil að hlutirnir inn á heimilinu láti okkur fjölskyldunni líða vel og geri okkur jákvæðari. Litlu pastel páskaeggin nr 1 frá Nóa falla alveg klárlega undir þau skilyrði. Ég er því ekkert endilega að bíða eftir páskahelginni sjálfri til að skreyta heimilið mitt með þeim heldur finnst mér því fyrr því betra. Ef eggin eru svo borðuð áður en páskarnir koma (sem gerist yfirleitt) þá kaupi ég bara ný og held skreytingunni fram yfir páska.

_MG_5582

Eins og margir muna þá komu páskaeggin nr 1 í nýjum umbúðum í fyrra. Það er hægt kaupa hvít egg með pastel mynstri en þau eru úr mjólkursúkkulaði, en þessi pastel bleiku eru úr 56% súkkulaði. Hvítu með pastel mynstrinu úr mjólkursúkkulaðinu eru í uppáhaldi hjá mér en Róbert, syni mínum, finnst þau bleiku fallegri. Það er gaman að blanda þeim saman og leyfa þeim að njóta sín saman í skreytingu.

_MG_5596 copy

Það er gaman að segja frá því að ég og maðurinn minn fórum í matarboð um helgina þar sem borðið svo fallega skreytt með hvítu páskaeggjunum. Það kom alveg dásamlega fallega út. Á hverjum disk var eitt egg ofan á vorlegri sérvettu.  Málshættirnir sem fylgja með eggjunum eru alltaf skemmtilegir og hitta oft ótrúlega á. Málshátturinn sem ég fékk í matarboðinu var “Vel skal vanda það sem lengi á að standa” sem verður að teljast viðeigandi fyrir aðila sem er að byggja sér hús.

_MG_5605

Ég vil minna þig á að fylgast með á Instagram en þar er ég mikið duglegri að deila myndum af heimilinu mínu ásamt því að vera sýna frá byggingar framkvæmdunum í story. Eins og ég sagði ykkur frá hér (http://lindaben.is/innlit-i-29-fm-ibud-i-101-reykjavik/) þá búum við fjölskyldan núna  í 29 fm íbúð í 101 Rvk á meðan við erum að byggja, það er þröngt um manninn en við látum það virka vel. Þú finnur mig á Instagram undir notandanafninu LindaBen en ég set beinann link hér.

Þangað til næst!

Þín, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð en það hefur þó ekki áhrif á álit mitt á vörunni.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5