Linda Ben

Private: Lífstíll

Skírnarveisla frá A-Ö

No Comments

Systurdóttir mín var skírð um daginn og fékk systir mín mig til þess að aðstoða hana í undirbúningnum. Ég tel mig nokkuð vana að undirbúa veislur þar sem við afmælisveislur sonarins hafa yfirleitt endað eins og ágætis fermingarveislur. Mér fannst því ekki mikið mál að aðstoða systir mína í þessu og hafði virkilega gaman að. Í undirbúningnum ákvað ég að punkta hjá mér hluti sem þurfti að hafa í huga fyrir skírnina. Í þessari tilteknu veislu voru um 50 gestir og því miðast veitingarnar við þann fjölda.

IMG_7599

Hér hef ég tekið saman lista sem gott er að hafa í huga eða nota sem minnislista þegar verið er að undirbúa skírn.

Tékklisti fyrir skírn:

  • Tala við prest
  • Útvega ljósmyndara (viljugur vinur/ættingi sem á ágætis myndavél)
  • Skírnarskál
  • Skírnarkerti
  • Skírnarkjóll
  • Veislu dress á barn (gott að hafa allavega 2 sett til skiptana ef eitthvað fer úrskeiðis)
  • Veislu dress á foreldra (mjög sniðugt að vera með auka dress til vara ef eitthvað fer úrskeiðis)
  • Salur/rúmt heimili sem rýmir gestina
  • Boðskort eða Facebook event
  • Gestabók
  • Prenta út myndir af barni til að hafa til sýnis í veislunni (val)
  • Barna matarstólar fyrir börn gesta (ef þarf)
  • Gjafalisti
  • Uppákomur, gítar, söngur, ræður eða annað (val)
  • Skírnargjöf fyrir barn (val)

Veitingar miðað við veislu eftir hádegi:

Þegar ég hef haldið veislu hefur mér þótt best að hafa fjölbreytt úrval af veitingum en ekki of margar týpur samt. Ef maður er með margar týpur þá er kostanaðurinn fljótur að fara upp á við og vinnan verður mun meiri. Það er gott að hafa eitthvað sem börnum þykir gott, ekki verra að hafa lítinn viðbættan sykur í því sem hugsað er fyrir börninn. Eitthvað matarkyns og ósætt, tvær til þrjár týpur. Kökur, 3-4 týpur, svo finnst mér nauðsynlegt að hafa ostabakka með þremur til fjórum gerðum af ostum og brauð eða kex með.

IMG_7600

Veitningarnar sem við buðum upp á í skírnarveislunni voru eftirfarandi:

_MG_7523

_MG_7524

_MG_7539

IMG_7597

_MG_7530

_MG_7390

Við gerðum ýmislegt til þess að gera skírnina fallega og persónulega. Til að mynda gerði systir mín persónulega gestabók sem þið getið lesið til um hér. Þetta fallega bleika skilaboðaspjald sem þið sjáið hér fyrir neðan er úr Petit en það er hægt að skrifa hvað sem er á þessi spjöld, eins og til dæmis þennan texta sem við höfðum á pakkaborðinu í veislunni. Skilaboðaspjaldið er búið að vera mikið notað eftir veisluna og kemur sérstaklega vel út inn í herbergi hjá ungu dömunni.

IMG_7606

IMG_7613g

Við skreyttum svo heimilið með partýskrauti frá Pippa. Einnig vorum við með einar dúllulegustu sérvettur og diska sem ég hef séð frá Pippu.

_MG_7513

Við fjölskyldan ákváðum að gefa litlu dúllunni alveg æðislega leikmottu úr Petit en hún er alveg sérstaklega falleg og passar mjög vel inn á heimilið hjá systir minni sem er aldrei verra þar sem leikmottan verður stóran part inn í stofunni þar sem öll fjölskyldan eyðir mestum tíma saman.Screen Shot 2017-06-16 at 15.08.02 Screen Shot 2017-06-16 at 15.08.25

Ég vona innilega að þessi umfjöllun muni nýtast ykkur vel í veisluundirbúningi og þá sérstaklega nýbökuðum foreldrum sem vantar góðar hugmyndir fyrir skírnarveisluna.

Ykkar Linda Ben

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5