Linda Ben

Bakaðar kartöflur með stökkri og bragðmikilli húð

Recipe by
2 klst
Prep: 30 mín | Cook: 1 klst og 30 mín

Þessar kartöflur eru einstaklega bragðgóðar og gómsætar!

Með því að sjóða kartöflurnar fyrst í vatni með salti og matarsóda brotnar niður sterkjan á yfirborðinu sem myndar svo sterkju húð á hverjum kartöflubúti. Þannig að þegar kartöflurnar eru svo bakaðar í ofni myndast stökk og bragðmikil húð, en að innan er kartaflan mjúk og létt.

stökkar bakaðar kartöflur

Stökkar bakaðar kartöflur

  • ½ tsk matarsódi
  • salt
  • 2 kg bökunarkartöflur, afhýddar og skornar í stóra bita
  • 5 msk ólífuolía
  • lítið búnt rósmarín, fínt söxuð
  • 3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
  • Pipar

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 230°C.
  2. Hitið tvo lítra af vatni í stórum potti að suðu. Bætið út í 2 msk af salti, matarsóda og kartöflunum og hrærið. Sjóðið þar til kartöflurnar eru nánast soðnar (um það bil 10 mín).
  3. Blandið saman olíu, rósmarín, hvítlauk og pipar á pönnu og hitið þar til hvítlaukurinn fer að verða gullin brúnn. Sigtið kryddjurtirnar frá olíunni, setjið olíuna í stóra skál og geymið kryddjurtirnar.
  4. Þegar kartöflunar eru tilbúnar, sigtið vatnið frá og leyfið kartöflunum að kólna svolítið. Setjið kartöflunar í stóru skálina með olíunni. Hristið skálina þannig að kartöflurnar veltast um, haldið áfram þangað til það byrjar að myndast húð utan um þær og þær byrja að klessast svolítið saman. Það þarf að gera þetta svolítið harkalega til að ná þykkri og góðri húð.
  5. Flytjið kartöflunar á bökunarplötu, takið þær varlega í stundur og hafið gott bil á milli þeirra. Bakið í 20 mín. Snúið hverri og einustu kartöflu varlega til að baka hana hinum megin. Haldið áfram að baka kartöflunar þangað til þær eru bakaðar í gegn, um það bil 30 mín, og snúið þeim eftir þörfum.
  6. Setjið kartöflunar í stóra skál og setjið kryddjurtinar sem voru lagðar til hliðar áðan, á kartöflurnar. Hrærið í kartöflunum svo kryddið fari á allar kartöflurnar og bætið við salti ef ykkur finnst vanta.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

stökkar bakaðar kartöflur

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5