-
Kaldur hafragrautur með jólajógúrti
10 mínHér höfum við svo einfaldan og ljúffengan kaldan hafragraut sem nærir okkur vel og heldur okkur söddum lengi. Hann inniheldur jóla hfrajógúrtið góða frá Veru sem er einstaklega vel heppnað. Hafragrauturinn innheldur góð fræ og auðvitað hafra sem gefur okkur helling af vítamínum og steinefnum. Gott er að toppa grautinn með smá granóla. Kaldur hafragrautur […]
Recipe by Linda -
Rósmarínkyrddað lambalæri með granatepla og rósmarínpestó
3 klstÞetta rósmarínkryddaða lambalæri með granatepla og rósmarínpestói er svo svakalega bragðmikið og gott. Rósmarín og granateplapestóið er afar einfalt en maður saxar hvítlauk og róstmarín mjög smátt niður og bætir svo kjörnunum úr granateplunum út í og blandar saman. Þessu smellir maður svo ofan á eldað lambalærið til að gefa því ennþá betra bragð, svo […]
Recipe by Linda -
Bakaður hátíðar camembert
25 mínÞað er fátt betra en bakaður camembert. Ég elska að útbúa bakaðan ost þegar ég á von á vinkonum mínum heim í smá dekur og spjall. Þessi uppskrift er einföld og ljúffeng með jólalegu ívafi. Maður byrjar á því að skera rákir í ostinn þegar hann er kominn ofan í eldfasta mótið. Það gerir maður […]
Recipe by Linda -
Veggnog kaffidrykkur
5 mínEggnog er drykkur sem er svo jólalegur og góður. Hér er eggnog drykkurinn kominn í vegan útgáfu með skoti af espresso sem nærir þig og gefur þér orku til að takast á við daginn. Veggnog kaffidrykkur 1 skot espresso (ég mæli með Java Mokka hylkinu frá Te og Kaffi) Klakar 2 dl hafra jógúrt með […]
Recipe by Linda -
Dökkar lakkríssúkkulaðibitakökur með hvítu súkkulaði
1 klstÞessar dökku lakkríssúkkulaðibitakökur með hvítu súkkulaði eru eitthvað annað góðar! Hvíta súkkulaðið passar svakalega vel með lakkrísnum og dökku kökunum. Þær eru stökkar að utan, mjúkar og seigar að innan. Þær fletjast vel út í ofninum og eru því frekar þunnar. Það mikilvægata af öllu er að baka þær ekki of lengi heldur taka þær […]
Recipe by Linda -
Piparkökujógúrtkaka
24 klstHér höfum við alveg dásamlega skyrköku eða réttara sagt jólajógúrtköku sem þarf ekki að baka. Áferðin er silkimjúk og bragðið einstaklega ljúft. Kakan er ekki mjög sæt á bragðið, heldur er hún létt og góð. Botninn er að sjálfsögðu úr piparkökum til þess að ýta ennþá meira undir jóla piparkökujúgúrtið. Þetta er einföld og ljúffeng […]
Recipe by Linda -
Súkkulaðibitasmákökur án mjólkur og eggja (vegan)
30 mínSúkkulaðibitasmákökur án mjólkur og eggja og eru vegan sem bragðast guðdómlega vel. Áferðin og bragðið á þessum smákökum er alveg eins og á þeim sem innihalda mjólkurvörur og egg, það er eiginlega ótrúlegt að þessar kökur innihalda það ekki. Súkkulaðibitasmákökurnar eru stökkar að utan en mjúkar og klessulegar inní, akkúrat eins og smákökur eiga að […]
Recipe by Linda -
Tortelini í rjómasósu með stökkri serrano skinku
20 mínÉg gerði þennan rétt á afmæli dóttur minnar en hún eeeeelskar pasta. Fyllt pasta með rjómasósu er þar í sérstaklega miklu uppáhaldi, enda einstaklega djúsí og lystugur matur. Þessi einfaldi og fljótlegi pastaréttur inniheldur sveppi og brokkolí í bragðmikilli rjómasósu, toppaður með stökkri serrano skinku og fersku basil. Ég er alveg viss um að þessi […]
Recipe by Linda -
Pöddupizza
25 mínPöddupizza er sniðug einföld hugmynd fyrir Halloween fyrir bæði börn og fullorðna. Maður einfaldlega skiptir pizzadeigi í 4 hluta, fletur þá út og setur sósu og ost. Svo notar maður ólífur, pepperóní og papriku til að gera pöddur. Svo til að gera pizzurnar aðeins meira krúttlegar er sniðugt að setja nammi augu á pepperóníið, en […]
Recipe by Linda -
Súkkulaðihúðuð kóngulóarepli
20 mínSúkkulaðihúðuð kóngulóarepli er hentugt Halloween snarl sem hentar vel í Halloween partýið, bæði fyrir börn og fullorðna. Þetta er svakalega gott og alls ekki svo óhollt þar sem þetta eru einungis epli, hnetusmjör, salt stangir og dökkt 56% Barón súkkulaði. Kóngulóareplin eru líka einföld í framkvæmd svo það er upplagt að fá börnin í að […]
Recipe by Linda -
Epla og hlynsíróps kanilsnúðar (mjólkur og eggjalausir)
2 klst og 30 mínÞessa kanilsnúða verða allir kanilsnúðaaðdáendur að smakka. Þeir fagna öllu því besta sem haustið hefur upp á að bjóða þar sem þeir eru fylltir með klassískri kanilsykurssmjörsblöndu og eplum sem gerir þá ennþá meira djúsí. Kansilsnúðarnir eru svo smurðir með hlynsípópsglassúri, algjör bragðsprengja. Þessir kanisnúðar eru fyrir alla, þeir eru án algengra ofnæmisvalda þar sem […]
Recipe by Linda -
Einfaldur mexíkóskur kjúklingaréttur
30 mínEinfaldur mexíkóskur kjúklingaréttur með kartöflusmælki og bræddum osti. Hugmyndin að þessum rétti þegar við vinkonurnar vorum á veitingastað út í Gdansk á dögunum en við fórum á æðislegan brunch veitingastað sem heitir Pomelp Bistro Bar. Þar pöntunuðum við okkur ofnbakaðar kartöflur með mexíkóskum kryddum og ostahjúp. Hugurinn fór alveg á flug og við pældum mikið […]
Recipe by Linda -
Haustkryddað heimagert granóla
30 mínHér höfum við einstaklega gott heimagert granóla með haustlegum kryddum. Það er stökkt og bragðgott, inniheldur alveg fullt af hnetum og fræjum sem eru holl fyrir okkur. Það er sætt og bragðgott frá náttúrunnar hendi. Ég elska þetta granóla til dæmis með skyri. Ég hef verið að borða vegan skyrið frá Veru Örnudóttir undanfarið og […]
Recipe by Linda -
Doré karamellusúkkulaðimús
4 klstEf þú ert að leita að einstaklega ljúffengum eftirrétt sem er einfaldur að gera og hægt að gera kvöldið áður, þá er þessi Doré karamellusúkkulaðimús fyrir þig. Doré karamellusúkkulaðið er eins og við flest vitum, alveg svakalega gott! Ég elska að leyfa því að njóta sín í eftirréttum og para það yfirleitt með einhverju einföldu […]
Recipe by Linda -
Maltesers brownieostakaka
9 klstÞessi Maltesers brownieostakaka er eitthvað annað góð! Browniebotninn er seigur, þéttur og klístraður. Hann búinn til úr 70% súkkulaði sem gerir það að verkum að hann er örlítið rammur og ríkur af súkkulaðibragði. Hann tónar alveg svakalega vel við mjúku og sætu ostakökuna sem er með stökku Maltesers súkkulaði, bæði í deiginu og er skreytt […]
Recipe by Linda -
Pólókaka
3 klstPólókaka er eitthvað sem þú verður að prófa. Maður mylur pólókex þar til það verður að mauki og setur það bæði í deigið og í kremið. Kakan bragðast því eins og eitt stórt Pólókex en er mjúk og einstaklega ljúffeng. Pólókaka 350 g smjör 400 g sykur 3 egg 2 eggjahvítur 1 msk vanilludropar […]
Recipe by Linda -
Kókosbrownie hrákaka með sykurlausum súkkulaðitoppi
Kókosbrownie hrákaka með sykurlausum súkkulaðitoppi sem þú átt eftir að elska! Brownie hrákakan er einstaklega ljúffeng og klessuleg. Kremið ofan á henni er sykurlausa rjómasúkkulaðið frá Nóa Síríus sem er svo dásamlega gott og gerir allt betra. Kókosbrownie hrákaka 130 g möndlur 70 g kókos 40 g kakó 200 g ferskar döðlur 2 msk kókosolía […]
Recipe by Linda -
Rauðrófu smoothie
5 mínRauðrófu smoothie er með því hollara sem þú lætur ofan í þig. Þessi smoothie saman stendur af appelsínu, gulrót, forsoðinni rauðrófu engifer, banana og svo hafraskyri til að gefa prótein og mjúka áferð. Smoothie-inn er fullur af góðri næringu og er virkilega bragðgóður og einstaklega fallegur. Rauðrófur hafa lengi verið þekktar fyrir hversu hollar þær […]
Recipe by Linda -
Hollar og próteinríkar bakaðar mini ostakökur
30 mínÞessar bökuðu ostakökur eru alveg ótrúlega góðar og ég er ekki viss um að þú myndir fatta að þær væru hollar ef þú myndir smakka. Þær eru nefninlega alveg stútfullar af próteini innihalda engan sykur. Ostakökurnar eru silkumjúkar og áferðin er nánast alveg eins og á venjulegum bökuðum ostakökum. Þær innihalda aðeins 5 innihaldsefni, það […]
Recipe by Linda -
Uppáhalds pizzan
20 mínÞessa pizzu gerum við alltaf þegar við erum með pizzakvöld. Hún er alveg ótrúlega djúsí og mjög bragðmikil. Þetta er í mínum huga algjörlega klassísk pizza og í augljóslega í miklu uppáhaldi hjá okkur. Allir sem koma hingað í pizzu fá að smakka þessa og við fáum alltaf mikið lof fyrir hana. Eins og með […]
Recipe by Linda -
Heimabakað heilhveitibrauð sem er svo gott með smjöri, osti og sultu
13 klstHeimabakað heilhveitibrauð sem er svo einfalt og gott. Er eitthvað betra en nýtt heimabakað brauð með smjöri, osti og sultu? Brauðið ennþá smá volgt úr ofninum svo smjörið bráðnar ofan í það, toppað með góðum osti og ljúffengri sultu… namm! Þetta heimabakaða brauð er ótrúlega einfalt og þægilegt. Það þarf ekkert að hnoða það eða […]
Recipe by Linda -
Kaffikaramelluskyr ískaffi
5 mínÉg hreinlega elska nýja kaffiskyrið frá Örnu Mjólkurvörum og Te og kaffi (ég borða eina dós helst á hverjum degi) og það er svooo gott að blanda því saman við smá mjólk til að þynna það og hella því yfir kaffi með klökum! 🤤🤤 Próteinríkt, nærandi og einstaklega ljúffengt ískaffi sem þú bara verður að […]
Recipe by Linda -
Ljúffengur rjómaís án sykurs
12 klstHér höfum við dásamlegs ljúffengan rjómaís. Hann inniheldur engan sykur heldur er hann gerður sætur með sætuefnunum frá Good Good sem er svo ótrúlega sniðugt. Sætuefnið virkar alveg eins og sykur, þ.e. maður getur skipt því út fyrir sykur í jöfnum hlutföllum í hvaða uppskrift sem er og þannig gert hvað sem er sykurlaust. Rjómaísinn […]
Recipe by Linda -
Þrefalt súkkulaði bollakökur (v)
1 1/2 klstHér höfum við ljúffengar súkkulaðibollakökur sem eru fylltar með dökku súkkulaði og toppaðar með súkkulaðismjörkremi. Bollakökurnar innihalda engar mjólkurafurðir né egg og eru því vegan. Þrefalt súkkulaði bollakökur 200 g hveiti 45 g kakóduft 1 ½ tsk matarsódi ½ tsk salt 100 g sykur 100 g púðursykur 250 ml hafrajógúrt frá Veru Örnudóttir með súkkulaði […]
Recipe by Linda