-
Ofurfæðis pistasíu súkkulaðibrownie
30 mínOfurfæðis pistasíu súkkulaði browniebitar sem eru dásamlega mjúkir og unaðslega bragðgóðir. Þessir bitar eru fullir af hollu ofurfæði svo sem valhnetum, pistasíuhnetum, pekanhnetum, kakó. Mjúku döðlurnar gera bitana sæta eins og nammi og gera áferðina seiga eins og alvöru brownies eru. Það er upplagt að smella í þessa uppskrift og skera í bita, geyma svo […]
Recipe by Linda -
Fljótleg sveppasúpa með osta hvítlauksbrauði
15 mínFljótleg sveppasúpa með osta hvítlauksbrauði sem er svo ótrúlega gott! Stundum þarf matseldin að vera extra fljótleg og þá er gott að geta gripið í tilbúnar súpur. Þessi villisveppasúpa frá Ora er bragðgóð, full af hollum sveppum og eins fljótleg og súpur gerast. Maður einfaldlega hellir súpunni ofan í pott og hitar að suðu. Ég […]
Recipe by Linda -
Ávaxtabakki með jarðaberja-sítrónu ídýfu
10 mínÁvaxtabakki með jarðaberja-sítrónu ídýfu er frábær leið til að bera fram ávextina á fallegan og ljúffengan hátt. Ávextirnir eru að sjálfsögðu ljúffengir einir og sér en til að gera þá ennþá skemmtilegri er sniðugt að bera þá fram með ídýfu sem bæði börnum og fullorðnum finnst bragðgóð. Ídýfan saman stendur af frosnum jarðaberjum, sítrónusafa og […]
Recipe by Linda -
Litríkt og bragðgott risarækju hrásalat með mexíkósku ívafi
15 mínLitríkt og bragðgott risarækju hrásalat með mexíkósku ívafi sem tekur enga stund að úttbúa. Ég elska fljótlegan, bragðgóðan og hollan kvöldmat. Þetta ljúffenga salat tekur aðeins 15 mín að útbúa og það er stútfullt af allskonar litríkri hollustu sem gerir líkamanum okkar gott á meðan það leikur við bragðlaukana okkar. Það góða við svona hrásalat […]
Recipe by Linda -
Súkkulaði karamellukröns fudge með jarðaberjum úr 3 innihaldsefnum
30 mínSúkkulaði karamellukröns fudge með jarðaberjum úr aðeins 3 innihaldsefnum. Þetta er örugglega með því einfaldara sem hægt er að “baka” en maður einfaldlega sker niður suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti, hitar sæta niðursoðna mjólk, hellir yfir súkkulaðið og hræri þar til bráðnað saman. Blönduna setur maður í smjörpappírsklætt form með jarðaberjum og lætur stirðna. Svo […]
Recipe by Linda -
Ljúffeng gulrótakaka
1 klstAð gera lífið einfaldara og bragðbetra hefur alltaf verið mitt markmið með uppskriftasíðunni minni. Þess vegna þegar ég var að velta fyrir mér hvaða vöru ég ætti að bæta við Ljúffengu vörulínuna mína þá var mér strax hugsað til gulrótaköku. Það elska held ég allir gulrótakökur. Þær eru svo bragðgóðar, kryddaðar og góðar. Þessi gulrótakökublanda […]
Recipe by Linda -
Kalt basilpestó pastasalat
20 mínÞetta pastasalat er svo svakalega gott! Það er rjómkennt, bragðmikið og ferskt á sama tíma. Græna pestóið með eldpiparnum er alveg í miklu uppáhaldi hjá mér, það er smá sterkt en alls ekki of, meira svona til að gefa því smá kikk og gera það bragðmeira. Börnin mín borða það með bestu list bara svona […]
Recipe by Linda -
Próteinríkt og ljúffengt ískaffi
5 mínÞú verður að prófa þetta ískaffi, það er svo svakalega gott! Það er afskaplega einfalt að gera, kallar á ekkert auka síróp eða neitt þannig svo það hentar fólki sem er á ferðinni vel. Það er próteinríkt og ljúffengt því það inniheldur Örnu+ próteindrykkinn með kaffibragðinu, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Próteinríkt og […]
Recipe by Linda -
Pralín saltkaramellufylltar smákökur
1 klst og 30 MinÞessar pralín saltkararmellufylltu smákökur eru svo guðdómlega góðar. Saltkaramellan lekur út í deigið og gerir það klístrað og algjörlega ómótstæðilegt! Karamellu pralín fylltar smákökur 200 g smjör 100 sykur 150 g púðursykur 1 egg 1 eggjarauða 1 msk vanilludropar 1 tsk matarsódi 250 g hveiti 150 g Síríus pralín með saltkaramellufyllingu 150 g Síríus lakkrískurl […]
Recipe by Linda -
Nautagrillsteik með bernaise og fersku grænu pestói
30 mínNautagrillsteik með bernaise og fersku grænu pestói. Þetta hljómar kannski eins og ólíkleg tvenna, en ég lofa þér því að þú átt örugglega eftir að elska þessa samsetningu. Lykillinn að góðri grillsteik er að taka kjötið út úr kæli með góðum fyrirvara svo kjötið sé búið að ná stofuhita fyrir eldun. Svo er mikilvægt að […]
Recipe by Linda -
Ljúffengar pönnukökur
30 mínAð gera lífið einfaldara og bragðbetra hefur alltaf verið mitt markmið með uppskriftasíðunni minni. Mjúku, þykku og ljúffengu amerísku pönnukökurnar hafa verið ein vinsælasta uppskrift síðunnar frá upphafi og því kom ekki annað til greina en að útbúa mix úr þeirri uppskrift. Hér er það loksins komið. Ég vona svo innilega að þessi pönnukökublanda eigi […]
Recipe by Linda -
Uppáhalds kjúklingasalatið með sætum kartöflum og döðlum
30 mínÞetta kjúklingasalat er í algjöru uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni. Ég smelli líka reglulega í þetta salat þegar við erum með matarboð og það slær alltaf í gegn! Það klikkar svo ekki að ég er beðin um uppskriftina af því og því ákvað ég að mynda salatið um daginn og deila með ykkur líka. Ég vona […]
Recipe by Linda -
Ómótstæðileg súkkulaði orkustykki
30 mínHér höfum við algjörlega ómótstæðileg súkkulaði orkustykki sem eru stökk og klístruð á sama tíma. Þau innihalda alveg helling af fræjum, kasjúhnetum og svo laumaði ég Nóa Kroppi í þau til að koma með þetta ómótstæðilega kröns í bitana. Þessir bitar eru því hollir á sama tíma og þeir eru ljúffengir. Það er upplagt að gera […]
Recipe by Linda -
Liba brauð með nautahakki og grænmeti
15 mínLiba brauðið er svo gott í ótrúlega margt. Það lítur út eins og stórar vefjur eða þunnur pizzabotn. Það bragðast virkilega vel og passar með flest öllu. Það er hægt að nota það á fjölmarga vegu eins og til dæmis gera pizzu úr því og nota sem vefjur. Það er líka æðislega gott að smyrja […]
Recipe by Linda -
Jarðaberjaís með bleikum kremkexbitum
1 klstJarðaberjaís með bleikum kremkexbitum er eitthvað sem þú verður að smakka. Ísinn er afskaplega einfaldur að gera og svakalega góður! Ísinn hvarf hér á heimilinu á augabragði en krakkarnir mínir voru algjörlega að elska þennnan ís. Ísinn er gerður á svipaðan hátt og maður útbýr bragðaref að því leyti að maður notar tilbúinn rjómaís og […]
Recipe by Linda -
Ljúffeng skinkuhorn
2 klstÞessi skinkuhorn eru einstaklega ljúffeng og góð. Deigið sjálft er það sama og er í kanilsnúðunum mínu frægu sem eru hvað þekktastir fyrir að vera einstaklega mjúkir og ljúffengir, bara svona svo þið vitið við hverju þið megið búast við af þessum skinkuhornum. Ég nota alltaf bláa kornax hveitið þegar ég baka einhverskonar brauðmeti, með […]
Recipe by Linda -
Rauðrófu hummus
5 mínRauðrófu hummus er mikil ofurfæða og eitthvað sem við ættum helst öll að borða. Kjúklingabaunirnar eru prótein og trefjaríkar, rauðrófurnar hafa hreinsandi áhrif á líkamann og tahini afskaplega andoxunarefnaríkt. Ég fæ mér voða mikið hummus sem millimál. Mér finnst æðislegt að borða hann með Finn Crisp snakki sem er einnig mjög trefjaríkt og gott. Ég […]
Recipe by Linda -
Gómsætt glúteinlaust brauð með rækjusalati
1 klstGómsætt glúteinlaust brauð með rækjusalati sem öllum líkar vel við. Glúteinlausa brauðið er afskaplega bragðgott og áferðin er einstaklega ljúffeng. Þetta brauð er því alls ekki bara fyrir þá sem vilja eða geta ekki borða glútein, það er fyrir alla. Brauði útbýr maður á einfaldan hátt með því að hræra saman brauðblöndunni saman við ger, […]
Recipe by Linda -
Banana og hindberja smoothie
5 mínÞessi banana og hindberja smoothie er jafn góður og hann er fallegur. Sætur og góður á bragðið, áferðin þykk og ljúffeng. Þetta er matarmikill smoothie sem gefur góða seddu í maga. Hreina jógúrtið frá Veru passar svo vel í þennan drykk, ggefur drykknum mjúka áferð og gerir hann matarmeiri. Ef þú vilt auka próteinið ennþá […]
Recipe by Linda -
Súkkulaði kringlu ís með salt karamellu
1 klstÞú átt eftir að elska stökku súkkulaði kringlurnar með ljúffenga rjómaísnum og söltu karamellunni. Þetta er afskaplega einfaldur eftirréttur sem hefur útlitið algjörlega með sér og virðist vera afar tilkomumikil ísterta. Ef þú smellir í hana skaltu þess vegna ekki segja neinum frá því hversu auðvelt það var að smella í hana 😆 (bara grín […]
Recipe by Linda -
Bakað blómkálssalat
1 klstBakað blómkálssalat er léttur og góður grænmetisréttur sem þér á örugglega eftir að líka vel við. Blómkálið og kjúkllingabaunirnar eru vel kryddaðar og borið fram á klettasalat beði með próteinríku quinoa, sítrónusneiðum og kóríander. Það sem gerir salatið svona djúsí og gott er að sjálfsögðu sósan eins og svo oft með salöt. Sósan er gerð […]
Recipe by Linda -
Skyrskál með chia og ávöxtum
12 mínSkyrskál með chia og ávöxtum er eitthvað sem ég fæ mér í morgunmat svona gott sem á hverjum einasta degi. Það er mismunandi hvaða ávexti og ber ég set ofan á skyrið eftir því hvað ég á til heima, en undanfarið hef ég verið að elska að setja kíví og bláber ofan á skálina mína. […]
Recipe by Linda -
Grillaðar lambalærisneiðar með fylltum bökuðum kartöflum
1 1/2 klstGrillaðar lambalærisneiðar með fylltum bökuðum kartöflum, grilluðu rósakáli og hvítlaukssveppum. Ef þú hefur ekki ennþá prófað að fylla bökunarkartöflur þá verður þú að fara demba þér í það, því það er svo svakalega gott! Það er merkilega einfalt líka, maður bakar einfaldlega kartöflurnar eins og vanalega, tekur svo kartöflurnar úr hýðinu varlega án þess að […]
Recipe by Linda -
Súkkulaðiprótein hafrabitar
50 mínSúkkulaðiprótein hafrabitar sem eru stútfullir af góðum trefjum sem gera meltingunni okkar gott. Hafrabitarnir eru einstaklega ljúffengir og sértaklega próteinríkir þar sen þeir eru gerðir úr nýja Örnu+ próteindrykknum sem innihalda 30g prótein 0g eru því frábær leið til að innbyrða góða næringu hvenær sem er dags. Það er upplagt að geyma súkkulaðipróteinbitana í lokuðu […]
Recipe by Linda