Djúsí quesadilla með tættum kjúkling sem er svo svakalega gott!
Maður byrjar á því að elda kjúklinginn og tæta hann svo niður. Á meðan kjúklingurinn er að eldast, gerir maður sósuna sem inniheldur m.a. papriku, tómata og salsa sósu. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn seturr maður hann út í sósuna og leyfið öllu aðeins að malla. Þá er komið að því að raða saman tacoinu en til að gera vefjurnar extra djúsí dýfir maður þeim aðeins ofan í sósuna áður en maður setur allt inn í vefjurnar. Inn í vefjurnar setur maður rifinn ost, kjúklingasósuna og meiri ost ofan á. Svo steikir maður allt saman þar til osturinn hefur bráðnað.
Djúsí quesadilla með tættum kjúkling
- 850 g kjúklingalæri
- 1/2 poki El Taco Truck klassíska kryddblandan
- 1 rauuðlaukur
- 1 paprika
- 4 tómtar
- 4 hvítlauksrif
- 430 g Klassísk salsa sósa frá El Taco Truck (2 krukkur)
- 1/2 kjúklingakraftur (eða soðið frá kjúklingnum sem myndast við eldun)
- 1 – 2 dl vatn
- Rifinn ostur
- El Taco Truck tortilla vefjur
- Mangó mæjó sósa frá El Taco Truck
- Ferskt kóríander
- Bláar maísflögur frá El Taco Truck
Aðferð:
- Kryddið kjúklingalærin og steikið á pönnu eða bakið inn í ofni þar til tilbúin. Ef þið bakið hann inn í ofni þá skulið þið geyma soðið sem myndast þar til á eftir.
- Skerið rauðlaukinn, paprikuna og tómatana niður og steikið á pönnu, rífið hvítlauksrifin út á líka. Bætið salsa sósunni út á pönnuna og kjúklingasoðinu/vatninu + kjúklingakrafti.
- Tætið niður kjúklinginn með tveimur göfflum (líka hægt að skera niður í litla bita með hníf) og bætið út á pönnuna. Leyið öllu að malla í smástund.
- Leggið eina veffju ofan í kjúklingasósuna svo önnur hliðin blotni. Færið vefjuna á bretti (sósuhliðin niður) og setjið rifinn ost öðru megi, kjúklingasósu yfir og örlítið meira af rifnum osti yfir. Brjótið vefjuna saman og steikið á heitri pönnu á báðum hliðum þar til osturinn hefur bráðnað. Leggið á disk og endurtakið þar til vefjur og kjúklingasósan er búin.
- Berið fram með mangó mæjó, fersku kóríander og bláaum maísflögum.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar