Linda Ben

Heimilið

Innlit heim og nokkrar hugmyndir að kertastjaka uppröðunum

No Comments

Kostuð umfjöllun af Iittala

Mig langar að sýna ykkur nokkrar útfærslur á því hvernig hægt er að raða saman Iittala kertastjökum í mismunandi útfærslum og gefa ykkur örlítð innlit heim í leiðinni. Við nefninlega fluttum í aðal rými hússins, það er að segja neðri hæðina, fyrir ekki svo löngu. Við erum ennþá að vinna í að klára efri hæðina og því þurftum við að loka á milli tímabundið. En við erum búin að koma okkur afar vel fyrir hér á neðri hæðinni, búin að koma fyrir bráðabirgða eldhúsi og setja bráðabirgða gólfefni þar sem við ætlum að leggja gólfefnið á allt húsið í einu. En það er efni í heila færslu að segja ykkur frá stöðunni hér heima og ætla ég að geyma það þangað til síðar og segja ykkur þá miklu nánar frá.

Continue reading

Nýtt eldhús og nýjar græjur

No Comments

Fyrir ekki svo löngu fluttum við inn í húsið okkar sem við erum að byggja. Húsið er þó langt frá því að vera tilbúið ennþá, en við gerðum hluta af því tilbúið svo við gætum flutt inn. Eins gaman og það var að búa í miðbænum, þá var það líka óþægilegt þar sem lífið okkar var alltaf í Mosfellbænum. Það fór því óttarlegur tími í það að sitja í umferð til dæmis.

Continue reading

Njótum augnabliksins!

No Comments

Ég keypti þessi gullfallegu blóm um daginn þegar ég átti von á ljósmyndara frá Fréttablaðinu í heimsókn. Þeir sem hafa flett fréttablaðinu í dag hafa mögulega rekist á innlit inn á heimilið okkar.

Continue reading

Innlit í 29 fm íbúð í 101 Reykjavík

6 Comments

Eins og ég sagði ykkur frá í þessari færslu erum við Ragnar að byggja okkur hús frá grunni. Á meðan framkvæmdunum stendur búum við í tæplega 29 fm íbúð í miðbænum. Það var dálítið skref fyrir okkur, þriggja manna fjölskyldu, að minnka við okkur um heila 210 fm, nánast ómögulegt myndu einhverjir segja. En með miklu skipulagi og útsjónarsemi hefur þetta gengið virkilega vel fyrir sig og okkur líður mjög vel í pínu litlu íbúðinni okkar. Þó svo að íbúðin sé afar lítil þá virkar hún alveg ótrúlega vel, hún er nefninlega alveg glettilega vel skipulögð. Áður en við tókum við íbúðinni þá hafði hún verið hluti af annari stærri íbúð, akkurat þar sem við sofum núna var áður eldhús, mér þykir það ótrúlega viðeigandi miðað við atvinnu mína. Við innréttuðum hana svo sjálf með eins hagkvæmum hætti og mögulega hægt var.

Continue reading

Náttúruleg filma til að geyma matvæli

No Comments

Ég má til með að deila með ykkur algjörri snilld. Ég hef undanfarið hef verið að nota Bee’s wrap í staðin fyrir plastfilmu til þess að geyma matvæli. Mér finnst mikilvægt að minnka plast notkun sem allra mest. Það er rosalegt hvað plast er að skaða jörðina okkar mikið og þess vegna líður mér alls ekki vel með að nota plast.

Continue reading

Rómantískt vegghengi

No Comments

Ég hef verið alveg hrikalega skotin í vegghengjum undanfarið og hef lengi haft augun opin fyrir þeim. Um daginn rakst ég á íslenska síðu sem heitir MARR sem selur alveg guðdómlega falleg vegghengi. Það eru hjón sem standa á bak við síðuna, þau Ninna og Pálmi. Þau framleiða vegghengi, blómahengi og vegghillur. Vörurnar hjá þeim eru hnýttar með aldagamalli macramé aðferð og það er auðsjánalegt hversu mikinn metnað og ástríðu þau setja í vörurnar sem þau framleiða.

Continue reading

Nýtt inn! Loksins stofuhillur

No Comments

Lengi vel var þetta horn á heimilinu kallað “vandræðalega tóma hornið” þar sem ég hreinlega gat ekki ákveðið mig hvað ég vildi setja í það. Þó svo að ég segi vandræðalega tómt þá var það nú ekki alveg tómt en það var greinilegt að hlutirnir sem voru þar, voru ekki þar til frambúðar og nutu sín ekki til fulls.

Continue reading

Vor borðskreyting

No Comments

Eldhúsið okkar er stórt og rýmir marga þannig þegar við vinahópurinn höldum matarboð þá endum við oft á því að halda það heima hjá okkur. Ég er því orðin nokkuð vön að halda matarboð og hef virkilega gaman að því. Yfirleitt þegar við höfum matarboð þá hjálpumst við að við matseldina og höfum æðislega gaman.

Um helgina þá hittumst við einmitt og héldum stórkostlegt matarboð. Áður en allir komu hafði ég gefið mér góðan tíma í að skreyta matarborðið og gera það fallegt.

Continue reading