Linda Ben

Private: Lífstíll

Vor borðskreyting

No Comments

Eldhúsið okkar er stórt og rýmir marga þannig þegar við vinahópurinn höldum matarboð þá endum við oft á því að halda það heima hjá okkur. Ég er því orðin nokkuð vön að halda matarboð og hef virkilega gaman að því. Yfirleitt þegar við höfum matarboð þá hjálpumst við að við matseldina og höfum æðislega gaman.

Um helgina þá hittumst við einmitt og héldum stórkostlegt matarboð. Áður en allir komu hafði ég gefið mér góðan tíma í að skreyta matarborðið og gera það fallegt.

Vor borðskreyting

Ég tók það upp á Instastory þegar ég var að leggja á borðið og byrjuðu þá fyrirspurnirnar um borðskreytingarnar að hrannast inn. Því ákvað ég að gera færslu um borðskreytingarnar.

Vor borðskreyting

Fyrst af öllu þá eru það elsku fallegu blómin! Þetta er sem sagt brúðarslör sem flestir þekkja nema bara bleik en ekki hvít! Ég elska þessi blóm bæði hvít og bleik, þau eru svo falleg og fíngerð, gera hvað sem er alveg guðdómlega fallegt! Ég keypti þau í Grænum Markaði og hef ég tekið eftir þeim nokkrum sinnum þar.

Vor borðskreyting

Ég notaði hvítan dúk sem grunn, lagði þrjá leður löbera sem ég keypti í Rúmfatalagernum þvert yfir borðið og setti diskana ofan á löberinn.

Ég átti bút af hörefni ofan í skúffu sem ég keypti einhverntíman í IKEA til þess að nota sem backdrop í bloggfærslu en hafði aldrei fýlað sem slíkt. Ég reif því hörefnið í sundur í um það bil 20×30 cm búta og notaði það sem munnþurrkur. Ég einfalega rúllaði þeim upp í hólk og setti á diskinn. Mér fannst það koma rosalega fallega út og complimentaði leður löberinn svo vel. Svo klippti ég litlar greinar af bleika brúðarslörinu og lagði þær ofan á munnþurrkuna.

Vor borðskreyting

Diskarnir mínir eru úr DUKA og heita Time. Vatnsglösin eru frá Iittala og stóri hvíti blómavasinn eins og þið þekkið sjálfsagt. Krúttlegu kertastjakarnir sem þið sjáið eru frá Daynew Dagný en ég er nýbúin að eignast þá og er rosalega ánægð með þá!

Vor borðskreyting

Ég nota Instastory mikið. Ég set þar inn þegar ég er að elda, sýni heimilið mitt og ýmislegt annað skemmtilegt. Ef þið hafið áhuga á að fylgjast með mér þá er það velkomið, þið einfalega fylgið mér á Instagram og þá getiði séð Instastory-ið mitt.

Þið finnið Instagramið mitt hér

Ef þið höfðuð gaman af því að lesa þessa færslu þá megiði endilega ýta á like takkann hér fyrir neðan.

Ykkar, Linda Ben.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5