Linda Ben

Private: Lífstíll

Innlit heim og nokkrar hugmyndir að kertastjaka uppröðunum

No Comments

Kostuð umfjöllun af Iittala

Mig langar að sýna ykkur nokkrar útfærslur á því hvernig hægt er að raða saman Iittala kertastjökum í mismunandi útfærslum og gefa ykkur örlítð innlit heim í leiðinni. Við nefninlega fluttum í aðal rými hússins, það er að segja neðri hæðina, fyrir ekki svo löngu. Við erum ennþá að vinna í að klára efri hæðina og því þurftum við að loka á milli tímabundið. En við erum búin að koma okkur afar vel fyrir hér á neðri hæðinni, búin að koma fyrir bráðabirgða eldhúsi og setja bráðabirgða gólfefni þar sem við ætlum að leggja gólfefnið á allt húsið í einu. En það er efni í heila færslu að segja ykkur frá stöðunni hér heima og ætla ég að geyma það þangað til síðar og segja ykkur þá miklu nánar frá.

Iittala vörumerkið hefur varla farið fram hjá neinum Íslending, enda um glæsilega finnska hönnun að ræða. Iittala hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér, mér finnst ég alltaf vera að uppgvöta eitthvað nýtt frá þessu merki og getur það komið mér endalaust skemmtilega á óvart.

Mér bauðst svo alveg virkilega skemmtilegt verkefni um daginn en það var að mynda nokkrar týpur ar Iittala kertastjökum í nokkrum mismunandi útfærslum. Það skemmtilega við kertastjaka er hvað það er hægt að raða þeim saman með allskonar hætti og skapa mismunandi stemmingu.

Hluti af myndunum voru teknar heima hjá systir minni og vil ég þakka henni sérstaklega fyrir lánið á fallega heimilinu hennar! 🙂

Ég ætla að leyfa myndunum að tala en merki hvaða týpur af kertastjökum eru á myndinni. En það er gaman að segja frá nokkrum viðmiðum sem ég reyni að fylgja þegar ég raða upp kertastjökum, þetta eru alls engar reglur, bara það sem mér finnst gott að hafa í huga þegar ég raða saman.

  1. Raða saman svipuðum litartónum saman til dæmis, kaldir litir saman, mildir litir saman, contrastandi litir saman.
  2. Raða lágum kertastjökum á borð sem fólk mun sitja við svo kertastjakarnir séu ekki í sjónlínu fólks.
  3. Raða saman kertastjökum í oddatölum.
  4. Raða saman mis háum kertastjökum.
Iittala kertastjaka hugmyndir, Innlit heim til Lindu Ben og Hildar Ben

Nappula og Ultima Thule

Iittala kertastjaka hugmyndir, Innlit heim til Lindu Ben og Hildar Ben

Kastehelmi

Iittala kertastjaka hugmyndir, Innlit heim til Lindu Ben og Hildar Ben

Festivo á efra borði, Ultima Thule og Nappula á neðra borði

Iittala kertastjaka hugmyndir, Innlit heim til Lindu Ben og Hildar Ben

Kastehelmi

Iittala kertastjaka hugmyndir, Innlit heim til Lindu Ben og Hildar Ben

Nappula og Festivo

Iittala kertastjaka hugmyndir, Innlit heim til Lindu Ben og Hildar Ben

Nappula

Iittala kertastjaka hugmyndir, Innlit heim til Lindu Ben og Hildar Ben

Nappula og Kaasa á skenk, blanda af hvítum og gráum stjökum á borði

Iittala kertastjaka hugmyndir, Innlit heim til Lindu Ben og Hildar Ben

Valkea

Iittala kertastjaka hugmyndir, Innlit heim til Lindu Ben og Hildar Ben

Kivi

Iittala kertastjaka hugmyndir, Innlit heim til Lindu Ben og Hildar Ben

Festivo á skenk, blanda af hvítum litlum stjökum á borði

Þangað til næst!

Ykkar, Linda Ben

Fylgstu með á Instagram!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5