Linda Ben

Private: Lífstíll

Náttúruleg filma til að geyma matvæli

No Comments

Ég má til með að deila með ykkur algjörri snilld. Ég hef undanfarið hef verið að nota Bee’s wrap í staðin fyrir plastfilmu til þess að geyma matvæli. Mér finnst mikilvægt að minnka plast notkun sem allra mest. Það er rosalegt hvað plast er að skaða jörðina okkar mikið og þess vegna líður mér alls ekki vel með að nota plast.

_MG_7704j

Bees Wrap er náttúrulegur kostur til þess að setja utan um mat eins og maður myndi nota plastfilmu nema hvað Bee’s wrap er hollt fyrir náttúruna og jörðina í heildsinni. Bee’s wrap er hægt að þvo með köldu vatni og sápu, þurrka, nota svo aftur og aftur. En svo þegar komið er að endalokum Bee’s Wrapsins þá er hægt henda því með lífræna úrganginum, oft er miðað við að ein vefja er að endast í heilt ár.

med-singlea_900x

Bees wrap er búið til úr lífrænum bómull, býflugna vaxi, lífrænni jojoba olíu tré efni.

Bee’s wrapið kemur í mismunandi stærðum svo hægt er að nota það yfir nánast hvaða matvæli sem er, hvort sem þau eru í ílátum eða ekki. Vefjan virkar þannig að maður leggur hana yfir matvælin og með hitanum frá höndunum þá límist vefjan saman og lokar þannig matinn inni.

Ég mæli með að skoðið þessar skemmtilegu vörur, mér líður allavega mikið betur með því að nota þessar vefjur í staðin fyrir plastfilmu. Bee’s wrap fæst á mistur.is en þar er einnig hægt að kaupa fleiri umhverfisvænar vörur.

Þangað til næst

Ykkar, Linda Ben

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5