Linda Ben

Private: Lífstíll

Framkvæmdasagan okkar og innlit heim

3 Comments

Eins og þeir sem fylgja mér á Instagram vita þá keyptum við Ragnar, maðurinn minn, húsið okkar fokhelt árið 2013.

Ég var þá ólétt af Róbert og Ragnar nýbyrjaður í nýrri vinnu. Ragnar, pabbi og í raun öll fjölskyldan, stóð vaktina öll kvöld og allar helgar við það að byggja svo við gætum flutt inn í það áður en Róbert myndi koma í heiminn. Það var mjög erfitt en virkilega skemmtilegt verkefni þrátt fyrir það. Það tókst svo hjá okkur að flytja inn og tveimur vikum eftir flutninga kom drengurinn í heiminn. Það var þó ekki mikið tilbúið í húsinu, eiginlega bara rétt þannig að það væri íbúðarhæft og eflaust margir fengið sjokk við að sjá hvernig við bjuggum fyrst. En við vorum virkilega hamingjusöm með yndislega drenginn okkar og fallega ótilbúna húsið okkar. Við unnum í því að gera húsið meira tilbúið og fallegra með hverjum deginum sem leið.

Ég hef sjaldan verið jafn stressuð og þegar ég tók þetta myndband en þarna vorum við að hengja upp ljósin í stiganum.

Seinasta vetur þá sáum við drauma lóðina okkar til sölu. Við ákváðum að slá til án þess að vita nákvæmlega hvað við ætluðum að gera við hana. Mamma og pabbi keyptu lóðina við hliðina á okkur. Okkur fannst líklegast að við myndum byrja að byggja eftir sirka fimm ár eða jafnvel bara aldrei. En eftir því sem við létum hugann reika meir um lóðina langaði okkur alltaf meir og meir að byrja að byggja. Það varð því þannig að í vor ákváðum við að hefjast handa.

Ragnar og pabbi eru búnir að standa sig eins og ofurmenni upp á lóð alla daga, sveittir við smíðavinnuna. Núna þegar sumarið er á enda standa þeir ennþá vaktina upp á lóð að byggja en núna fer samt að styttast í að einingarnar fari að mæta og húsin fara að rísa.

 

IMG_4521 IMG_4516 IMG_4616IMG_5025

Veðrið lék oft við okkur í sumar

Til þess að fjármagna allt ferlið seldum húsið okkar í sumar og núna fer brátt að líða að afhendingu. Húsin sem við erum að byggja munu þó ekki vera tilbúin þá og því erum við að vinna í því að koma okkur fyrir í 29 m² íbúð í miðbænum. Eins og við er að búast af okkur, er sú íbúð ekki íbúðarhæf ennþá, heldur á eftir að setja upp eldhúsinnréttingu, innrétta baðherbergið og flísaleggja til þess að það sé hægt að búa þar inni. Við erum því að innrétta þá íbúð á sama tíma og við erum að byggja og að flytja! Nóg að gera sem sagt!!

Þar sem núna er stutt í afhendingu á fallega húsinu okkar, sem við lögðum allt okkar í og okkur þykir svo ótrúlega vænt, um langar mig aðeins að deila með ykkur myndum sem ég hef valið af því. Myndirnar hafa verið teknar seinustu tvö árin. Ég vil að þið hafið í huga það sem ég sagði hér fyrir ofan, þegar við fluttum inn þá var eiginlega ekkert tilbúið t.d. ekkert gólfefni, ekki gardínur og ekki einu sinni helluborð! Allt var keypt inn með skynsömum hætti, fyrst safnað fyrir því og svo farið og keypt. Inní húsinu okkar eru margir hlutir sem við höfum fengið gefins frá fjölskyldu, við lappað upp á þá og gert að okkar eigin.

Gjöriði svo vel <3

_MG_7733

_MG_8791

Þessi einfalda hilla sem þið sjáið fyrir ofan vaskinn var mér mikið hugarefni og þurfti ég að láta sérsmíða hana fyrir mig og lakka í nákvæmlega sama lit og gólfefnið. Skemmtilegt hvað svona einfaldir hlutir geta gert mikið.

_MG_0058

_MG_9644

Vegna þess hve vaskurinn er á áberandi stað á heimilinu finnst mér mikilvægt að hafa meðal annars fallegar sápur við vaskinn.

_MG_9341

Okkur báðum hafði dreymt um Eames stólana lengi áður en við byrjuðum að búa. Þeir voru það fyrsta sem við keyptum inn á heimilið okkar en við keyptum nokkra áður en við keyptum húsið okkar, við höfum svo verið að bæta hægt og rólega í safnið.  

_MG_7736

Borðstofuborðið erfði Ragnar frá afa sínum og ömmu. Það var smíðað af Kristjáni Siggeirsyni, langafa Ragnars.

_MG_0193

_MG_7771

_MG_7774

Horft frá stofu, inn í borðstofu.

_MG_8692 copy

Horft frá borðstofu og inn í stofu.

_MG_7300

_MG_9362

_MG_7216

Baðherbergið á neðri hæðinni er lítið, krúttlegt og málað í mildum grænum lit sem er einkennandi fyrir heimilið.

_MG_7753

Leikaðstaða Róberts á neðri hæðinni

_MG_9324

_MG_7782

Fjölskyldurými á efri hæðinni.

_MG_7784

_MG_7788

_MG_7795

_MG_7819

Mér finnst rosalega gott að hafa nóg af plöntum á heimilinu, það gefur svo hlýlegt andrúmloft og eins skrítið og það kann að hljóma þá láta þau mér líða vel.

_MG_7826

_MG_9701

_MG_7820

_MG_9733

_MG_7828

Þvottahúsið er rúmt, bjart og er með nóg af skápaplássi.

_MG_7810

Ég málaði einn vegg inn í svefnherbergi mjög dökkan sem skapar virkilega notalegt andrúmsloft.

_MG_7802

_MG_7806

Ég vona að þið hafið haft gaman að því að kíkja örlítið í heimsókn til mín. Ef svo er þá vil ég benda ykkur á að fylgjast með mér á Instagram, þið finnið mig þar undir notendanafninu LindaBen. Ég er mjög virk þar inni og sýni mikið frá daglegu lífi mínu í Story ásamt því að setja inn myndir af heimilinu og matnum. Við erum á fullu að flytja úr þessu húsi og innrétta litlu íbúðina sem við ætlum að flytja inn í á meðan drauma húsið okkar er ekki ennþá tilbúið. Svo fara einingarnar af húsunum af fara mæta á næstu dögum sem ég er allavega að springa úr spenning yfir. Nóg af spennandi verkefnum framundan sem þið hafið vonandi gaman af!

Þangað til næst…

Ykkar, Linda Ben

 

3 comments on “Framkvæmdasagan okkar og innlit heim

  1. Guðrún Geirsdóttir

    Ofsalega hlýlegt, fallegt, smekklegt og þægilegt heimili 🙂

    Star

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5