Linda Ben

Private: Lífstíll

Rómantískt vegghengi

No Comments

Ég hef verið alveg hrikalega skotin í vegghengjum undanfarið og hef lengi haft augun opin fyrir þeim. Um daginn rakst ég á íslenska síðu sem heitir MARR sem selur alveg guðdómlega falleg vegghengi. Það eru hjón sem standa á bak við síðuna, þau Ninna og Pálmi. Þau framleiða vegghengi, blómahengi og vegghillur. Vörurnar hjá þeim eru hnýttar með aldagamalli macramé aðferð og það er auðsjánalegt hversu mikinn metnað og ástríðu þau setja í vörurnar sem þau framleiða.

Draumurinn minn var að eignast vegghengi til að setja inn í svefnherbergi og því ákvað ég að hafa samband við þau í MARR.

_MG_6809

Ég er svo ótrúlega ánægð með vegghengið mitt! Smáatriðin í vegghenginu eru alveg guðdómlega falleg, hnútarnir eru virkilega vandaðir og fallegir. Það skapar svo dásamlega hlýlegt og rómantískt andrúmsloft. Akkurat eins og mig dreymdi um.

Ykkar, Linda Ben

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5