Linda Ben

Private: Lífstíll

Njótum augnabliksins!

No Comments

Ég keypti þessi gullfallegu blóm um daginn þegar ég átti von á ljósmyndara frá Fréttablaðinu í heimsókn. Þeir sem hafa flett fréttablaðinu í dag hafa mögulega rekist á innlit inn á heimilið okkar.

_MG_5755

Fersk blóm hafa þau áhrif að þau hvetja mann til þess að staldra aðeins við og njóta augnabliksins. Þau minna mann á að tíminn er takmarkaður, þar sem áður en við vitum þá fara þau að fölna, svo það er eins gott að njóta. Sem er akkurat það sem við gerðum um daginn.

_MG_5770

Við fjölskyldan tókum með okkur sushi heim, strákurinn fékk sódavatn og við foreldrarnir opunuðum eina litla freyðivín þar sem þetta var um miðja viku. Kvöldið fór svo í það að njóta samveru hvors annars.

_MG_5760

Þessi fallegu glös eru úr smiðju Frederik Bagger. Mig er búið að dreyma um þessi glös lengur en þið viljið vita. Loksins urðu þau mín um daginn og ég er í skýjunum með þau! Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að hjarta mitt fyllist af gleði í hvert skipti sem ég sé þau inn í skápnum hér á heimilinu.

_MG_5767

Frederik Bagger er danskur hönnuður, eða réttarasagt, hönnunarteymi, sem leitast eftir því að uppfylla ánægju viðskiptavinarins og gott betur en það. Þau gera sér grein fyrir því að þeir sem kaupa sér glösin þeirra eru meðvituð um gæði og þess vegna setja þau sér háa staðla þegar kemur að framleiðslu og gæði hráefna. Glösin mega fara í uppvöskunarvél þar sem kristallinn inniheldur ekki blý og verður því ekki skýjaður með tímanum. Það er óneitanlega mikill kostur, þó svo að ég lifi ekki við þann lúxus inn á núverandi heimilinu mínu. Frederik Bagger er hægt að kaupa í Modern.

_MG_5765

Fyrir áhugasama þá minni ég á Instagramið mitt.

Þangað til næst.

Ykkar, Linda Ben

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5