-
Vegan grænmetisvefjur
15 mínHér höfum við ljúffengar grænmetisvefjur með próteinríkum ristuðum kjúklingabaunum og grænmeti í hollri og góðri mangó-karrý hafraskyrssósu. Sósuna má svo nota með fjölmörgum mat til dæmis grill mat, grilluðu grænmeti, á búddaskálina og margt fleira. Vegan grænmetisvefjur Vefjur 300 g kjúklingabaunir 1 msk taco kryddblanda 150 g hafraskyr lime & kókos frá Veru Örnudóttir 3 […]
Recipe by Linda -
Kryddaður kjúklingaréttur með sætum kartöflum
40 mínHér höfum við einstaklega ljúffengan kjúklingarétt guðdómlegri hvítlauksosta- rjómasósu, borinn fram með bökuðum sætkartöflu bitum og fersku salati. Þessi réttur er á vikumatseðli Einn, tveir og elda þessa vikuna ásamt fleiri réttum frá mér. Þú getur verslað hann núna inn á Einntveir.is og fengið hráefnin sent heim til þín. Skoðaðu með því að smella hér. Kryddaður […]
Recipe by Linda -
Heimagert granóla með sykurlausu súkkulaði
30 mínÞetta heimagerða granóla með sykurlausu súkkulaði er eitthvað allt annað gott! Það er æðislegt til dæmis ofan á acai smoothie skálina, ofan á skyrið eða bara hverju sem þér dettur í hug. Þetta granóla er stökkt og gott. Það inniheldur hafra, möndlur, kókosflögur, kakó og hörfræjum. Það er sætt með hlynsírópi sem stuðlar einnig að […]
Recipe by Linda -
Kraftmikið kjúklingasalat
25 mínHér höfum við æðislega gott og orkumikið kjúklingasalat sem er alveg stútfullt af hollustu. Maður byrjar á því að elda sætu kartöflurnar og sveppina, svo sker maður restina af innihaldsefnunum niður og blandar öllu saman í skál. Kryddar svo með chillí olíu (eða annari olíu ef maður fýlar ekki sterkt), salti og pipar og smá […]
Recipe by Linda -
Einfalda og ljúffenga ístertan hennar Fjólu
2 klstVið fengum svo æðislega ístertu heima hjá vinafólki okkar um daginn þegar við vorum í matarboði hjá þeim. Ég spurðist fyrir um uppskriftina en þá er þetta uppskrift sem mamma vinkonu minnar, hún Fjóla, hefur gert ótal sinnum frá því að vinkona mín var lítil. Ég fékk leyfi til þess að deila uppskriftinni með ykkur […]
Recipe by Linda -
Miso marineruð bleika með agúrkusalatssósu
1 klstHér höfum við virkilega bragðmikla og góða bleikju. Þetta er hollur og góður réttur sem tikkar í öll boxin hvað varðar góða næringu. Best er að útbúa marineringuna með svolitlum fyrirvara og leyfa bleikjunni að draga hana vel í sig. Ef þú nærð að láta bleikjuna liggja í marineringunni í klukkutíma þá er það mjög […]
Recipe by Linda -
Hollt bananasplitt
5 mínHér höfum við bananasplitt sem ég fæ mér reglulega í morgunmat. Það er afar hollt, inniheldur fullt af vítamínum, steinefnum, andoxunarefnum og öðru góðgæti. Það gefur mér góða orku á morgnanna til að takast á við daginn. Ég byrja á því að skera banana í tvennt og setja á disk. Svo set ég hafra skyr […]
Recipe by Linda -
Berja próteinsmoothie
10 mínHér höfum við uppáhalds smoothie-inn minn þessa stundina. Ég elska hvað hann er léttur og bragðgóður en stútfullur af næringu og andoxunarefnum á sama tíma. Hann inniheldur einungis ber sem eru með lágum sykurstuðli og því er hefur hann lítil áhrif á blóðsykurinn miðað við marga aðra smoothie-a. Einnig er hann fullur af hágæða próteinum […]
Recipe by Linda -
Próteinríkur chia grautur með berjum
25 mín (20 mín bið)Hér höfum við virkilega góðan chiagrarut sem ég fæ mér mjög reglulega. Hann er inniheldur mikið af próteinum sem er nauðsynlegt til þess að maður upplifi meiri og lengri seddu. Kollagenið hefur að sjálfsögðu margvísleg önnur jákvæð áhrif á líkamann en aukin inntaka á kollageni hefur jákvæð áhrif á húðina, hárið, neglur, liðamót og beinin […]
Recipe by Linda -
Papaya skyrskálar
10 mínÉg er búin að vera rekast á papya í búðum undanfarið en þetta er alveg dásamlega góður ávöxtur, minnir mig bæði á mangó og gula melónu. Það er æðislega gott að setja hafraskyr í papya, toppa með ávöxtum, berjum, múslí og möndlusmjöri. Þetta er algjör lúxus morgunmatur, hádegismatur eða sem millimáltíð seinnipartinn. Uppskriftin miðast við […]
Recipe by Linda -
Heilsusamleg möndlu og hinberjakaka
1 klstHér höfum við alveg dásamlega góða og ljúffenga köku sem er heilsusamlegri en þær flestar. Hún inniheldur ekkert hvítt hveiti, heldur er notað möndlumjöl í hana. Kakan er því glúteinlaus. Möndlumjölið gerir hana einnig næringarríkari og ég elska bragðið af möndlumjöli. Ég geri alltaf möndlumjölið mitt sjálf, og möndlumjólkina reyndar líka, en það er alveg […]
Recipe by Linda -
Trufflu sveppa risotto
40 mínHér höfum við uppskrift sem örugglega nokkur ykkar þekkja, en þetta er gamla góða sveppa risottið sem hefur veirð hér á síðunni lengi. Mér fannst upplagt að rifja þessa uppskrift upp þar sem þetta er einfaldlega það góður réttur. Ég gerði smávægilegar breytingar á uppskriftinni núna sem gera hana ennþá betri. Ég notaði í uppskriftina ítölsku […]
Recipe by Linda -
Smurt brauð með páskasíld, hleyptu eggi og hollandaise sósu
30 mínEf þú ert að velta fyrir þér hvað þú eigir að hafa í morgunmat á páskunum þá hef ég svarið fyrir þig. Hér höfum við nefninlega dásamlega gott smurt brauð með páskasíld og hleyptu eggi, toppað með hollandaise sósu. Ég velti því fyrir mér hvort við séum hér komin með íslenska útgáfu af egg benedikt? […]
Recipe by Linda -
Bleiku mini marengssnitturnar hennar Eyvarar
1 klst og 30 mínHér höfum við dásamlega góðar mini marengskökur með karamellukurls rjóma og hindberjum sem henta alveg frábærlega veislur og standandi boð. Hver marengskaka er það lítil að hún hentar sem fingramatur en hún er u.þ.b. 1-2 munnbitar. Það er því kjörið að raða þeim á bakka þar sem fólk getur tekið sér og stungið beint upp […]
Recipe by Linda -
Sítrónubaka
2 klstEf þú ætlar að baka í páskafríinu þá mæli ég alveg svakalega mikið með þessari dásamlegu sítrónuböku. Hún er einföld og einstaklega ljúffeng, fersk og vorleg 🌸🌸 Botninn er úr muldu kremkexi, bæði kexinu sjálfu og kreminu sem er á milli en það gerir botninn alveg svakalega góðan. Sítrónuremið sjálft samanstendur svo aðallega af eggjum, […]
Recipe by Linda -
Linsubaunaréttur með naan brauði
Hér höfum við virkilega góðan grænmetisrétt sem er fullur af hollustu og góðu bragði. Þetta er ódýr og hollur kvöldmatur sem inniheldur hátt hlutfall próteina, er mjög nærandi og seðjandi. Það borða allir í fjölskyldunni vel af þessum rétt þar sem hann er svo góður og þægilegt að borða hann. Ég smelli yfirleitt í naan […]
Recipe by Linda -
Quinoa grænmetissúpa
40 mínHér höfum við alveg ótrúlega góða grænmetissúpu sem er hlaðin af allskonar góðgæti. Hún er mjög matarmikil og saðsöm, full af próteini, trefjum og auðvitað vítamínum, andoxurnarefnum og steifefnum. Það er í algjöru uppáhaldi hjá mér núna að bæta quinoa í tærar súpur, áferðin og bragðið á quinoanu út í súpu minnir mig svolítið á […]
Recipe by Linda -
Hollustu nammibitar
1 klstÞessir hollustu nammibitar eru alveg einstaklega bragðgóðir! Þeir eru mjúkir og klístraðir, sætir og stökka dökka súkkulaðið utan um gerir þá algjörlega ómótstæðilega. Þeir eru búnir til úr aðeins 5 innihaldsefnum og það er mega einfalt að smella í þá. Maður setur döðlur, kasjúhnetur, kakó og tahini í blandara og maukar saman. Svo pressar maður […]
Recipe by Linda -
Sykurlaus súkkulaði ostakaka
3-4 klstHér höfum við alveg dásamlega góða súkkulaði ostaköku sem inniheldur engan sykur. Hún smakkast þó eins og venjuleg ostakaka, áferðin er silkimjúk og sæt á bragðið. Það sem gerir hana svona góða er súkkulaðismjörið frá Good Good en það er gert út stevíu. Til þess að gera þessa ostaköku þá mylur maður kex úr höfrum […]
Recipe by Linda -
Linguine og kjötbollur
30 mínHér höfum við alveg virkilega gott linguine og kjötbollur í dásamlegri ekta ítalskri tómatsósu, svolítið eins ítölsku ömmurnar gera þær. Með fáum en virkilega góðum innihaldsefnum. Kjötbollurnar sjálfar eru í átt við gömlu góðu kjötbollurnar sem þið mörg þekkið hér af síðunni. Sérlega djúsí, bragðmiklar og góðar. Ég er viss um að þessi réttur eigi […]
Recipe by Linda -
Besta brownie kakan
1 klstGóð brownie á alltaf vel við, sérstaklega extra góð, djúsí og svolítið klessuleg sem er með stökkum köntum. Þessi brownie er einmitt þannig. Þétt, djúsí og klessuleg þannig að hún heldur vel lögun á disk en bráðnar strax í munni. Það sem ég elska mest við brownie, svona fyrir utan bragðið, er hversu svakalega einfalt […]
Recipe by Linda -
Nauta quesadilla
15 mínHér höfum við ljúffengar nauta quesadillas sem er afar einfaldur og fljótlegur kvöldmatur. Það tekur einungis 15 mín að smella í þennan kvöldmat. Maður byrjar á því að steikja nautakjötið (líka hægt að nota afgangs nautakjöt í þessa uppskrift), bætir svo lauk, papriku, hvítlauk og gulum baunum á pönnuna, ásamt auðvitað taco kryddblöndu. Svo setur […]
Recipe by Linda -
Mjólkur og eggjalausir mjúkir kanilsnúðar með glassúri (vegan)
2 klst og 30 mínHér höfum frægu mjúku kanilsnúðana mína nema án mjólkurafurða og eggja. Þetta eru nákvæmlega sömu mjúku og djúsí snúðarnir nema í þetta skiptið eru þeir fyrir alla! Ofnæmispésa, vegan og alla aðra. Það kemur í ljós að egg eru alls ekki nauðsynleg í þessa uppskrift og því var því einfaldlega sleppt hér, en í staðin […]
Recipe by Linda -
Mangó og ástaraldin marengsrúlluterta
1 1/2 klstHér höfum við alveg dásamlega góða marensrúllutertu sem sómir svo aldeilis vel á svona góðviðrisdögum eins og þessum. Marengsinn sjálfur er mjúkur, þ.e. hann er stökkur að utan en ekki alveg bakaður í gegn, en það eru bestu marengsarnir að mínu mati. Svo djúsí og góðir. Rúllurtertan er svo fyllt með mangóbitum og ástaraldin sem […]
Recipe by Linda