Linda Ben

Hindberja og hnetusmjörs grautur

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 1 grautur

Hindberja og hnetusmjörs grautur sem er alveg dásamlega góður. Það er upplagt að gera þennan graut tilbúinn daginn áður, gera jafnvel nokkra grauta til að eiga út vikuna til að eiga í morgunmat eða sem nesti.

Grauturinn er sætur og góður á bragðið frá náttúrunnar hendi, enda enginn sykur í honum, en hindberin og döðlurnar gera hann sætan.

Það er svo líka kakó í honum og hnetusmjör sem gerir hann alveg svakalega góðan.

Grauturinn gerir mann líka saddan og sælan þar sem hafranir og skyrið gefa góða seddu.

Chia fræin eru mikil ofurfæða, rík af omega 3 fitusýrum og afskaplega trefjarík.

Hindberja og hnetusmjörs grautur

Hindberja og hnetusmjörs grautur

Hindberja og hnetusmjörs grautur

 Hindberja og hnetusmjörs grautur

Hindberja og hnetusmjörs grautur

  • 1 msk chia fræ
  • 1 msk grófir hafrar
  • 1 msk hampfræ
  • 1 tsk kakó
  • 1 1/2 dl mjólk
  • 1 tsk hnetusmjör + meira á toppinn/skraut
  • 1/2 dl frosin hindber + meira á toppinn/skraut
  • 2 döðlur
  • 170 g Örnuskyr með vanillu
  • 1 msk granóla
  • 1 tsk dökkt súkkulaði (rispað með grænmetisflysjara í spænir)

Aðferð:

  1. Setjið chia fræ, hafra, hampfræ, kakó og mjólk í skál, hrærið saman.
  2. Setjið hnetusmjör, hindber og smátt saxaðar döðlur út í, hrærið saman og leyfið blöndunni að taka sig í u.þ.b. 30 mín (eða lengur, t.d. yfir nótt) eða þar til blandan er orðin að þykkum graut (það er gott að hræra í blöndunni inn á milli).
  3. Toppið með vanillu skyri, granóla, frosnum hindberjum, hnetusmjöri og dökkum súkkulaðispænum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Hindberja og hnetusmjörs grautur

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5