Sykurlaus súkkulaðimús úr 3 innihaldsefnum.
Ef þú ert að leita þér að ljúffengum einföldum eftirrétt án sykurs þá er þetta eftirrétturinn fyrir þig. Súkkulaðimúsin er silkimjúk og einstaklega bragðgóð. Hún inniheldur sykurlausa súkkulaðið frá Valor sem er ótrúlegt að því leiti að það bragðast eins og hefðbundið mjólkursúkkulaði.
Ég kaupi sykuuurlausa karamellusósu tilbúna út í búð, en það er í góðu lagi að sleppa karamellusósunni ef þú vilt.
Sykurlaus súkkulaðimús úr 3 innihaldsefnum
- 200 g sykurlaust mjólkursúkkulaði frá Valor
- 300 ml rjómi
- Sykurlaus karamella (má sleppa)
- Sjávarsalt (má sleppa)
Aðferð:
- Skerið mjólkursúkkulaðið níður og setjið í skál.
- Hitið 100 ml rjóma að suðu (en látið ekki sjóða) og hellið svo yfir súkkulaðið. Hrærið í þar til allt súkkulaðið hefur bráðnað. Leyfið blöndunni að kólna.
- Þeytið 200 ml af rjóma. Hellið brædda súkkulaðinu út á rjómann og blandið saman varlega með sleikju þar til samlagað.
- Skiptið súkkulaðimúsinni í 4-6 glös og toppið með sykurlausri karamellu og sjávarsalti ef þið viljið.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar