Linda Ben

Besta osta grillbrauðið með chili skinku

Besta osta grillbrauðið með chili skinku með krönsí toppinum.

Þessi samloka er svo svakalega djúsí og ljúffeng. Brauðið er bakað á pönnu með smjöri og osti sem bakast á brauðinu og gerir krönsí hliðar eða topp. Inn í samlokunni er auðvitað venjulegur ostur, kryddaður rjómaostur, chili skinka sem er ný skinka frá SS og er svakalega góð og skemmtileg tilbreryting frá venjulegu skinkunni.

Besta osta grillbrauðið með chili skinku

Besta osta grillbrauðið með chili skinku

Besta osta grillbrauðið með chili skinku

(magn miðað við 1 samloku, margfaldið fyrir fleiri)

  • 2 brauðsneiðar
  • 1 1/2 msk rjómaostur
  • 1/4 tsk hvítlaukskrydd
  • 1/4 tsk laukkrydd
  • 1/8 tsk pipar
  • 2 sneiðar chili skinka frá SS
  • 2 sneiðar brauðostur
  • 1 msk smjör
  • u.þ.b. 2 msk rifinn ostur

Aðferð:

  1. Setjið rjómaostinn í skál ásamt hvítlaukskryddi, laukkryddi og pipar, hrærið saman. Smyrjið rjómaostinum á aðra brauðsneiðina.
  2. Setjið skinkuna ofan á rjómaostinn og ostsneiðarnar þar ofan á. Lokið með hinni brauðsneiðinni.
  3. Setjið smjör á pönnu og bræðið það á meðal hita. Setjið u.þ.b. 1 msk af rifnum osti eða það magn sem þarf til að passa undir samlokuna. Leggið samlokuna yfir ostinn og leggið lok á pönnuna, leyfið samlokunni að eldast rólega á pönnunni. Takið samlokuna af pönnunni og setjið meira af osti, setjið samlokuna aftur á pönnuna með ósteiktu hliðina niður, svo samlokan bakist á báðum hliðum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Besta osta grillbrauðið með chili skinku

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5